fbpx
Mánudagur 27.september 2021
433Sport

„Eru með aðeins léttari vöðva og ekki eins stóran rass og Eiður Smári“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. september 2021 13:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson telur að Andri Lucas Guðjohnsen hafi allt til bruns að bera til að ná mjög langt sem knattspyrnumaður. Andri Lucas skoraði sitt fyrsta mark fyrir A-landsliðið á sunnudag.

Andri er 19 ára gamall en Arnar hefur kynnst Andra á æfingum með Víkingi. „Alveg sammála því, hann er rosa nía, bara að sjá markið sem hann gerði. Hann er búinn að gera mikið af svona mörkum fyrir unglingaliðið hjá Real Madrid þar sem hann tekur sér stöðu, heldur varnarmönnum frá sér og þarf í raun bara eina snertingu til að snúa sér eins og það kallast ‘on the sixpence’,“ sagði Arnar í sjónvarpsþætti 433.is í vikunni.

Andri Lucas hefur mikið til bruns að bera en Arnar telur að Daníel Tristan Guðjohnsen og Andri hafi mikla hæfileika.

„Hann var að æfa aðeins með okkur í Víkingi og yngri bróðir hans líka. Holningin á þeim báðum er eiginlega allt öðruvísi en á Eiði og Sveini Aroni (eldri bróður Andra og Daníels). Þeir eru með aðeins léttari vöðva og ekki eins stóran rass, sem að Eiður reyndar nýtti mjög vel á sínum ferli. Holningin er alveg fullkomin til að skapa góðan fótboltamann og hausinn þeirra virkar í flottu lagi.“

„Það gerist auðvitað núna, þegar Andri Lucas kemur inn á og skorar, þá fara allir af stað og allir fara að búast við miklu. Ég held að hann sé vanur þessu, bæði í gegnum afa sinn og pabba sinn og hann er líka leikmaður Real Madrid þar sem pressan er á alla daga. Hann virkar eins og týpan sem er að fara höndla þetta vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Dortmund tjáir sig um byrjun Sancho – ,,Það særir sál mína“

Framkvæmdastjóri Dortmund tjáir sig um byrjun Sancho – ,,Það særir sál mína“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Barbára Sól skoraði – Albert og félagar unnu stórsigur

Barbára Sól skoraði – Albert og félagar unnu stórsigur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Mark Jimenez gerði útslagið

Enska úrvalsdeildin: Mark Jimenez gerði útslagið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrum knattpsyrnumaður dæmdur til 24 ára fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn börnum – Framdi fyrsta brotið 14 ára gamall

Fyrrum knattpsyrnumaður dæmdur til 24 ára fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn börnum – Framdi fyrsta brotið 14 ára gamall
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stundaði kynlíf með Playboy-fyrirsætu á velli sem Íslendingar þekkja vel – Var bolað burt fyrir athæfið

Stundaði kynlíf með Playboy-fyrirsætu á velli sem Íslendingar þekkja vel – Var bolað burt fyrir athæfið
433Sport
Í gær

Elliott gerir grín að því hvernig hann lítur út í FIFA 22 – Sjáðu myndina

Elliott gerir grín að því hvernig hann lítur út í FIFA 22 – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Óskar ræddi tímabilið: ,,Við erum komnir mjög stutt“

Óskar ræddi tímabilið: ,,Við erum komnir mjög stutt“