fbpx
Föstudagur 17.september 2021
433Sport

Hulda Hrund heldur því fram að meintur gerandi sé í byrjunarliði FH

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 13:12

Frá Kaplakrikavelli. Skjáskot - Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnuvefsíðan Fótbolti.net hefur óskað eftir svörum frá FH vegna ásakanna um að leikmaður í meistaraflokki félagsins sé sakaður nauðgun. Fótbolti.net byggir frétt sína á Twitter færslu sem Hulda Hrund Sig­munds­dótt­ir, meðlimur í aðgerðarhópnum Öfgar setti fram á Twitter síðu sína.

Knattspyrnuhreyfingin á Íslandi situr undir þungum ásökunum þessa dagana þar sem fjöldi meintra kynferðisbrota er til umræðu.

„Við getum þó gefið Klöru það að hún sagði satt og rétt frá að hópnauðgunarferlið gekk ekki betur en það að meintur gerandinn er enn í byrjunarliði FH og þjálfar yngri flokka,“ skrifar Hulda Hrund á Twitter.

Í frétt Fótbolta.net segir svo enn fremur. „Fótbolti.net hefur óskað eftir viðbrögðum frá FH vegna málsins.“

Öll stjórn KSÍ hefur sagt af sér og sömuleiðis Guðni Bergsson vegna vinnubragða sambandsins í þessum málaflokki. Klara Bjartmarz framkvæmdarstjóri KSÍ ætlar að halda sínu starfi áfram og er það umdeilt.

„Að gefnu tilefni vilja Öfgar og forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn árétta að friðsælu mótmælunum verður haldið til streitu nk. fimmtudag. Ástæðan er sú að Klara þarf að fara. Mæting er kl. 17:00 fyrir utan Laugardalsvöll fimmtudaginn 2. september. Framferði Klöru er óboðlegt. Hún hefur fengið að skauta framhjá sannleikanum ítrekað, axlar enga ábyrgð og virðist ekkert sjá rangt við sitt framferði. Hún reynir að varpa ábyrgðinni á öll önnur í kringum sig, en sér ekkert að hjá sér sjálfri,“ segir í yfirlýsingunni frá hópnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta eru bestu lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar

Þetta eru bestu lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dóra María spilar með einni sem a pabba sem er yngri en hún – „Upplifi mig oft sem mikið aðhlátursefni“

Dóra María spilar með einni sem a pabba sem er yngri en hún – „Upplifi mig oft sem mikið aðhlátursefni“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Heimir Hallgrímsson á RÚV í gær – Sagði frá lykilatriðinu í að ná árangri með Ísland

Heimir Hallgrímsson á RÚV í gær – Sagði frá lykilatriðinu í að ná árangri með Ísland
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ísland í frjálsu falli á lista FIFA undir stjórn Arnars

Ísland í frjálsu falli á lista FIFA undir stjórn Arnars
433Sport
Í gær

Aðdáendur brjálaðir yfir treyjunúmeri Falcao – ,,Mér verður óglatt“

Aðdáendur brjálaðir yfir treyjunúmeri Falcao – ,,Mér verður óglatt“
433Sport
Í gær

Rikki G hraunar yfir Val: ,,Man varla eftir annari eins brotlendingu“ – Gaupi telur útilokað að Heimir verði rekinn

Rikki G hraunar yfir Val: ,,Man varla eftir annari eins brotlendingu“ – Gaupi telur útilokað að Heimir verði rekinn
433Sport
Í gær

Sjáðu augnablikið þegar skot Ronaldo hafnaði í konunni

Sjáðu augnablikið þegar skot Ronaldo hafnaði í konunni
433Sport
Í gær

ÍBV staðfestir að Helgi hætti – Hver tekur við ?

ÍBV staðfestir að Helgi hætti – Hver tekur við ?