fbpx
Þriðjudagur 18.janúar 2022
433Sport

Hraunaði yfir Skagamenn og ,,árásagirni“ þeirra – ,,Það nennir enginn að hafa þá í efstu deild, bara drullið ykkur niður“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 07:00

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn ÍA eru þekktir fyrir það að láta vel í sér heyra á meðan leikjum stendur. Lítið hefur gengið upp hjá liðinu í Pepsi Max-deild karla á þessari leiktíð, Skagamenn eru í bullandi fallbaráttu. Í sjónvarpsþættinum 433.is á Hringbraut í gærkvöldi velti Benedikt Bóas Hinriksson því upp hvort að hegðun Skagamanna gæti hafa komið í bakið á þeim í sumar.

,,Þegar þeir reyna að einbeita sér að fótbolta þá finnst mér Skagamenn fínir. Þeir eru bara að einbeita sér að einhverjum mjög furðulegum hlutum. Ég held að vegferðin sem þeir eru á, árásagirni á bekknum og annað, það er bara að koma þeim í koll. Það nennir enginn að hafa þá í efstu deild, bara drullið ykkur niður. Að vera á leikjum uppi á Skaga, ertu að grínast? Núna í ár, þegar þeir koma á aðra velli, þetta er svo hallærislegt,“ sagði Benedikt.

,,Þetta missir marks síns þegar þeir gera þetta í hverjum einasta leik. Það er augljóst að ekki allir eru á móti Skagamönnum,“ bætti Hörður Snævar Jónsson við.

ÍA er í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar með 12 stig. Liðið er 4 stigum frá Fylki sem er í síðasta örugga sætinu. Skagamenn eiga þó leik til góða.

Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um ÍA, sem og sjónvarpsþátt 433.is í heild sinni.

Benedikt Bóas Hinriksson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Patrik Sigurður seldur frá Brentford til Viking

Patrik Sigurður seldur frá Brentford til Viking
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nokkur COVID smit greindust í íslenska hópnum við heimkomu

Nokkur COVID smit greindust í íslenska hópnum við heimkomu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu snyrtileg tilþrif í endurkomu Alfreðs í gær – Samherji klikkaði á dauðafæri

Sjáðu snyrtileg tilþrif í endurkomu Alfreðs í gær – Samherji klikkaði á dauðafæri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Andlát náins frænda vendipunktur hjá Vöndu

Andlát náins frænda vendipunktur hjá Vöndu
433Sport
Í gær

Serie A: Markalaust í stórleik

Serie A: Markalaust í stórleik
433Sport
Í gær

Georgina segir frá neikvæðu hliðum þess að vera með Ronaldo

Georgina segir frá neikvæðu hliðum þess að vera með Ronaldo