fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Superliga: Jón Dagur í byrjunarliði AGF í tapi – Stefán Teitur kom inn á í jafntefli

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 1. ágúst 2021 14:03

Jón Dagur í leik með AGF/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF er liðið tapaði á heimavelli gegn Randers í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Randers náði forystunni á 27. mínútu með marki frá Tosin Kehinde. David Kurminowski jafnaði metin fyrir heimamenn á 51. mínútu, en Mathias Greeve skoraði sigurmark Randers fjórum mínútum síðar. Jón Dagur kom af velli á 72. mínútu.

AGF er enn án sigurs eftir þrjár umferðir en liðið er í 10. sæti með 2 stig. Randers situr á toppi deildarinnar með 7 stig.

Stefán Teitur Þórðarson kom inn á sem varamaður í liði Silkeborg er liðið gerði 0-0 jafntefli við Álaborg á heimavelli. Stefán byrjaði leikinn á bekknum en kom inn á sem varamaður í upphafi seinni hálfleiks.

Silkeborg er í 7. sæti með 3 stig eftir þrjár umferðir. Álaborg er  í 9. sæti með 2 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt