fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
433Sport

Hjólar í Jóa Kalla fyrir þessa ákvörðun – ,,Hafði aldrei not fyrir þennan strák“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. júlí 2021 09:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur í hlaðvarpsþáttunum Dr. Football, er allt annað en hrifinn af liði ÍA. Liðið er á botni Pepsi Max-deildarinnar með 6 stig eftir ellefu leiki.

Kristján segir að það sé nánast útilokað að Skagamenn haldi sér uppi í efstu deild í haust. Þá hneykslaðist hann Jóhannesi Karli Guðjónssyni, þjálfara ÍA, fyrir að láta Albert Hafsteinsson fara frá félaginu fyrir síðasta tímabil. Albert hefur verið frábær fyrir Fram í Lengjudeildinni í ár. Hann skoraði til að mynda þrennu í síðasta leik gegn Kórdrengjum.

,,Liðið er bara ekki nógu gott. Kannski sorglegt fyrir alvöru stuðningsmenn ÍA, verandi að ‘refresha’ vefsíðurnar í kvöld að fylgjast með leikjum úr kannski Lengjudeildinni, að sjá Albert Hafsteinsson, týnda soninn af Skaganum, henda í þrennu með Fram og skjóta þá beint upp í Pepsi Max-deildina. Jói Kalli hafði aldrei not fyrir þennan strák,“ sagði Kristján í nýjasta þætti Dr. Football.

ÍA mætir Leikni á útivelli í næsta leik í deildinni. Liðið þarf nauðsynlega á sigri að halda þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Juventus vill hafa Ronaldo á næstu leiktíð en ætla ekki að semja við hann aftur

Juventus vill hafa Ronaldo á næstu leiktíð en ætla ekki að semja við hann aftur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stundin sem allir stuðningsmenn Liverpool hafa beðið eftir gæti runnið upp á fimmtudag

Stundin sem allir stuðningsmenn Liverpool hafa beðið eftir gæti runnið upp á fimmtudag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segja Man Utd vilja annan miðvörð með Varane

Segja Man Utd vilja annan miðvörð með Varane
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Terry segir upp hjá Villa – ,,Hefði ekki verið sanngjarnt“

Terry segir upp hjá Villa – ,,Hefði ekki verið sanngjarnt“