fbpx
Laugardagur 25.september 2021
433Sport

Maddison ekki í hóp hjá Leicester- Ýtir undir orðróma

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 31. júlí 2021 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Maddison var ekki í hóp hjá Leicester í dag í æfingaleik gegn Queens Park Rangers. Það sem vakti athygli er að ekki var gefin upp nein sérstök ástæða fyrir því.

Sky Sports, sem og fleiri miðlar, hafa orðað hinn 24 ára gamli Maddison við Arsenal undanfarið. Það hefur þó verið rætt um upphæð upp að 70 milljónum punda sem Skytturnar þyrftu að punga út.

Það að ekki hafi verið gefin ástæða fyrir fjarveru Maddison í dag vakti athygli margra. Það ýtti undir þá umræðu um að miðjumaðurinn gæti verið á förum.

Maddison hefur verið á mála hjá Leicester síðan 2018. Þá kom hann frá Norwich.

Hann hefur skorað 27 mörk og lagt upp önnur 20 í 118 leikjum fyrir félagið.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Víkingar undirbúa stóra daginn – Gætu lyft titlinum stóra í fyrsta sinn í 30 ár

Sjáðu myndirnar: Víkingar undirbúa stóra daginn – Gætu lyft titlinum stóra í fyrsta sinn í 30 ár
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arnar áfram með KA – Getur tryggt magnaðan árangur á morgun

Arnar áfram með KA – Getur tryggt magnaðan árangur á morgun
433Sport
Í gær

Hollenski boltinn: AZ Alkmaar tapaði aftur – Albert Guðmundsson lék allan leikinn

Hollenski boltinn: AZ Alkmaar tapaði aftur – Albert Guðmundsson lék allan leikinn
433Sport
Í gær

Paulo Fonseca segir að Tottenham hafi kosið varnarbolta fram yfir sóknarbolta

Paulo Fonseca segir að Tottenham hafi kosið varnarbolta fram yfir sóknarbolta