fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
433Sport

Wenger orðaður við landsliðsþjálfarastarfið hjá Sviss – Talinn sérstaklega heillandi kostur út af þessu

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 30. júlí 2021 14:00

Arsene Wenger. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsene Wenger er orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Sviss. Fjallað er um þetta í fjölmiðlum þar í landi.

Wenger hefur ekki gegnt knattspyrnustjórastarfi frá því hann hætti hjá Arsenal árið 2018. Hann hafði verið hjá félaginu í 22 ár.

Hann hefur undanfarið unnið við framþróun knattspyrnunnar á heimsvísu á vegum FIFA.

Vladimir Petkovic hætti sem landsliðsþjálfari Sviss eftir Evrópumótið til þess að taka við Bordeaux í efstu deild Frakklands. Starfið er því laust.

Knattpsyrnusamband Sviss vill fá reynslumikinn mann til að taka við starfinu þar sem nokkuð stutt er í heimsmeistaramótið í Katar. Það hefst í nóvember á næsta ári.

Ásamt því að vera frábær knattspyrnustjóri er Wenger talinn vera góður kostur í starfið vegna tungumálakunnáttu sinnar. Leikmenn Svissnesska landsliðsins tala ýmist frönsku, ítölsku eða þýsku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Heimir Hallgrímsson á RÚV í gær – Sagði frá lykilatriðinu í að ná árangri með Ísland

Heimir Hallgrímsson á RÚV í gær – Sagði frá lykilatriðinu í að ná árangri með Ísland
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mjólkurbikar karla: Víkingur getur enn varið titilinn eftir sigur í framlengdum leik

Mjólkurbikar karla: Víkingur getur enn varið titilinn eftir sigur í framlengdum leik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lengjudeild karla: Fáránlegar tölur er Grótta burstaði Aftureldingu – Pétur Theódór skoraði fjögur í fyrri hálfleik

Lengjudeild karla: Fáránlegar tölur er Grótta burstaði Aftureldingu – Pétur Theódór skoraði fjögur í fyrri hálfleik
433Sport
Í gær

Útilokað að Heimir snúi aftur til Eyja í vetur

Útilokað að Heimir snúi aftur til Eyja í vetur
433Sport
Í gær

Neyðarfundur í Katalóníu fram eftir nóttu

Neyðarfundur í Katalóníu fram eftir nóttu