fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Segir afsökun Orra lélega og sakar hann um hræsni – ,,Ef það er einhvers staðar heimadómgæsla þá er það á Akureyri“

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 30. júlí 2021 13:00

Orri Freyr/ mynd: akureyri.net

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs í Lengjudeild karla, var virkilega ósáttur með Knattspyrnusamband Íslands á dögunum fyrir að hafa dómara sem skráður er í erkifjendurna í KA sem línuvörð í leik liðsins gegn Fram. Þór tapaði leiknum 0-2 og fannst Orra dómgæslan í leiknum slök. Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football, segir afsökunina dapra.

,,Það er gjörsamlega galið að vera með aðstoðardómara frá hinu liðinu á Akureyri þetta myndi aldrei vera tekið í mál í Reykjavík, KSÍ á alveg nógu mikla peninga til að geta fengið einhvern hlutlausann í að koma hérna og dæma þessa leiki,“ sagði Orri við Fótbolta.net eftir leik.

Kristján sagði í Dr. Football í dag að afsökunin væri léleg, sérstaklega í ljósi þess að honum þykir heimamenn oft vera í hlutverki dómara á Akureyri.

,,Að kenna línuverði sem er skráður í KA að Þór hafi tapað leik fyrir langbesta liði Lengjudeildarinnar, það er lélegt afsökun. Ef það er einhvers staðar sem hefur verið heimadómgæsla í gegnum tíðina þá er það á Akureyri og Húsavík og Dalvík og Ólafsfirði. Ég veit ekki hvað maður hefur mætt oft í þorpið eða á KA-völlinn og það er alltaf bara einhverjir frændur leikmanna á línunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð