fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
433Sport

Leik Manchester United frestað vegna gruns um smit

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 20:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Æfingaleik Manchester United og Preston hefur verið frestað vegna gruns um Covid smit innan herbúða fyrrnefnda félagsins. Þetta kemur fram á talkSPORT. Rauðu djöflarnir áttu að ferðast til Preston á laugardaginn, aðeins tveimur vikum áður en næsta leiktíð hefst.

Manchester United tilkynnti að nokkrir leikmenn liðsins væru í einangrun. „Það er lykilatriði hjá Manchester United að viðhalda sóttvarnaraðgerðum vegna COVID,“ sagði í yfirlýsingu frá félaginu.

Í kjölfar sýnatöku er grunur um fáein smit innan liðsins. Leikmennirnir sem um ræðir eru nú einangrun og bíða eftir frekari niðurstöðum. Vegna varúðarráðstafana höfum við ákveðið að fresta leiknum gegn Preston á laugardaginn. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum og vonbrigðum sem þetta kann að valda stuðningsmönnum.“

Manchester United mætir Everton í síðasta leik undirbúningstímabilsins þann 7. ágúst næstkomandi. Liðið mætir svo Leeds viku seinna í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta leik nýs tímabils.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu myndina: Fótboltaóða fyrirsætan mætti í sérstökum brjóstahaldara í tilefni dagsins – Vakti mikla athygli

Sjáðu myndina: Fótboltaóða fyrirsætan mætti í sérstökum brjóstahaldara í tilefni dagsins – Vakti mikla athygli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu augnablikið þegar skot Ronaldo hafnaði í konunni

Sjáðu augnablikið þegar skot Ronaldo hafnaði í konunni
433Sport
Í gær

Fallegt góðverk Ronaldo eftir að hafa rotað konuna í gær

Fallegt góðverk Ronaldo eftir að hafa rotað konuna í gær
433Sport
Í gær

Bjarni í leyfi frá störfum en var mættur á svæðið – „Brjálaður allan leikinn“

Bjarni í leyfi frá störfum en var mættur á svæðið – „Brjálaður allan leikinn“
433Sport
Í gær

Hörmungar tölfræði United í gær – Það versta í 17 ár

Hörmungar tölfræði United í gær – Það versta í 17 ár
433Sport
Í gær

Arnar tekur til varnar fyrir landsliðsmenn sem hóta að hætta að mæta – „Fjölskyldumeðlimir finna fyrir svona“

Arnar tekur til varnar fyrir landsliðsmenn sem hóta að hætta að mæta – „Fjölskyldumeðlimir finna fyrir svona“