fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
433Sport

Hazard mætti í æfingabúðir Real í lélegu formi eftir sumarfrí – Látinn æfa einn

Helga Katrín Jónsdóttir
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 19:16

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eden Hazard er mættur aftur til Real Madrid til þess að taka þátt í undirbúningstímabilinu með félaginu eftir sumarfrí. Spænskir fjölmiðlar segja kappann hafa mætt til baka í lélegu formi og eru forráðamenn félagsins ósáttir.

Hazard hefur verið mikið á meiðslalistanum hjá Real Madrid eftir að hann var keyptur fyrir metfé frá Chelsea árið 2019. Hann missti af 33 leikjum á síðasta tímabili vegna meiðsla.

Spænskir fjölmiðlar telja að meiðslavandræðin megi rekja til þess hve illa hann hugsar um sig. Marca greindi frá því í dag að Hazard hafi verið sendur í ýmis próf til þess að athuga ástandið á honum og þær niðurstöður komu ekki vel út. Hann var látinn æfa einn í dag.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur fyrir hjá Hazard en hann hefur áður verið gagnrýndur fyrir að koma til baka úr sumarfríi í lélegu formi.

Eden Hazard var í belgíska landsliðshópnum á EM 2020 í sumar og þótti leika vel til að byrja með en var svo frá vegna meiðsla undir lokin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lengjudeild karla: Fáránlegar tölur er Grótta burstaði Aftureldingu – Pétur Theódór skoraði fjögur í fyrri hálfleik

Lengjudeild karla: Fáránlegar tölur er Grótta burstaði Aftureldingu – Pétur Theódór skoraði fjögur í fyrri hálfleik
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjólkurbikar karla: Keflavík í undanúrslit – Framlengt í Árbænum

Mjólkurbikar karla: Keflavík í undanúrslit – Framlengt í Árbænum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu þegar leikmaður réðst að stuðningsmanni í Frakklandi – Fékk rautt spjald

Sjáðu þegar leikmaður réðst að stuðningsmanni í Frakklandi – Fékk rautt spjald
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Meistaradeild Evrópu: Moldóvarnir byrja frábærlega – Dortmund sigraði í Tyrklandi

Meistaradeild Evrópu: Moldóvarnir byrja frábærlega – Dortmund sigraði í Tyrklandi
433Sport
Í gær

Einn sá færasti í bransanum greindi snilli Blika – „Control the chaos“

Einn sá færasti í bransanum greindi snilli Blika – „Control the chaos“
433Sport
Í gær

Krísa í Hlíðunum: „Ferskir ungir og graðir karlar á móti gömlum körlum“

Krísa í Hlíðunum: „Ferskir ungir og graðir karlar á móti gömlum körlum“