fbpx
Laugardagur 25.september 2021
433Sport

Man Utd reyndi að koma van de Beek til Spánar en leikmaðurinn vill ólmur berjast fyrir sæti sínu

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 23. júlí 2021 09:08

Donny van de Beek í leik með Manchester United. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt spænska blaðinu Sport vildi Manchester United selja hollenska miðjumanninn Donny van de Beek til Barcelona í sumar. Leikmaðurinn vill hins vegar vera áfram í Manchester.

Van de Beek kom til Man Utd frá Ajax síðasta sumar fyrir 34 milljónir punda. Fyrsta leiktíð hans var þó vonbrigði. Hann kom aðeins við sögu í fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Í kjölfarið fóru af stað orðrómar um að hann myndi fara frá félaginu eftir aðeins eitt tímabil.

Man Utd vildi koma honum til Barcelona en leikmaðurinn sjálfur vill ekki fara. Ekki kemur fram hvort að Börsungar hafi verið reiðubúnir til þess að kaupa leikmanninn.

Hinn 24 ára gamli van de Beek ætlar að berjast fyrir sæti sínu í liðinu hjá Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Man Utd.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ejub efstur á blaði í Grindavík?

Ejub efstur á blaði í Grindavík?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Víkingar undirbúa stóra daginn – Gætu lyft titlinum stóra í fyrsta sinn í 30 ár

Sjáðu myndirnar: Víkingar undirbúa stóra daginn – Gætu lyft titlinum stóra í fyrsta sinn í 30 ár
433Sport
Í gær

Báðu um frí fyrir Kjartan svo hann gæti spilað landsleik en því var hafnað – ,,Drengurinn á að vera í skólanum“

Báðu um frí fyrir Kjartan svo hann gæti spilað landsleik en því var hafnað – ,,Drengurinn á að vera í skólanum“
433Sport
Í gær

Fjölnir ræður nýjan þjálfara meistaraflokks karla

Fjölnir ræður nýjan þjálfara meistaraflokks karla
433Sport
Í gær

Sjáðu hvað byrjunarlið Arsenal hefur gjörbreyst á einu og hálfu ári

Sjáðu hvað byrjunarlið Arsenal hefur gjörbreyst á einu og hálfu ári
433Sport
Í gær

Hollenski boltinn: AZ Alkmaar tapaði aftur – Albert Guðmundsson lék allan leikinn

Hollenski boltinn: AZ Alkmaar tapaði aftur – Albert Guðmundsson lék allan leikinn