fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
433Sport

Liðsfélagar Gylfa vilja að hann sé nafngreindur – Stjarna liðsins sögð ósátt við hringingar frá íslenska landsliðsmanninum

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 23. júlí 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt breska götublaðinu DailyStar eru leikmenn Everton allt annað en sáttir við stöðu mála í kjölfar frétta um liðsfélaga sinn Gylfa Þór Sigurðsson. Heldur blaðið því fram að liðsfélagar Gylfa vilji að hulunni sé svipt af nafni íslenska landsliðsmannsins í fjölmiðlum ytra.

Eins og greint var frá fyrr í vikunni var Gylfi handtekinn og yfirheyrður vegna meints brots gegn einstaklingi undir lögaldri. Everton gaf út tilkynningu í vikunni þar sem handtaka leikmanns þeirra var staðfest en Gylfi var ekki nefndur á nafn.

Mikið hefur verið fjallað um málið, bæði hér á landi og á meginlandinu. Breskir fjölmiðlar hafa þó ekki enn nafngreint Gylfa af lagalegum ástæðum.

Það eru leikmenn Everton ósáttir við samkvæmt heimildarmanni DailyStar. „Leikmennirnir eru virkilega æstir, þeir eru ekki ánægðir með að hafa verið dregnir inn í þetta. Reyndustu leikmenn Everton hafa fengið símtöl allan sólarhringinn frá öðrum leikmönnum deildarinnar, allir vilja frekari upplýsingar.“

Fabian Delph, liðfélagi Gylfa hjá Everton, er líklega sá leikmaður sem var hvað ósáttastur með að ekki sé enn búið að nafngreina Gylfa í Englandi. Ástæðan fyrir því er sú að fjölmiðlar á Englandi hafa gefið það út að leikmaðurinn sem um ræðir sé 31 árs gamall, Delph er eini leikmaður Everton sem er jafngamall Íslendingnum.

The Athletic greindi frá því í gær að Delph væri fokvondur yfir því að hafa legið undir grun af hálfu almennings í máli sem hann væri alsaklaus af.

Heimildarmaður DailyStar segir svo að ein stjarna Everton hafi verið „brjáluð eftir að hafa fengið fimm hringingar“ frá Gylfa. Símtölin eiga að hafa komið eftir að þeim var skipað að hafa ekki samband við Gylfa vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta eru bestu lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar

Þetta eru bestu lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Dóra María spilar með einni sem a pabba sem er yngri en hún – „Upplifi mig oft sem mikið aðhlátursefni“

Dóra María spilar með einni sem a pabba sem er yngri en hún – „Upplifi mig oft sem mikið aðhlátursefni“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Heimir Hallgrímsson á RÚV í gær – Sagði frá lykilatriðinu í að ná árangri með Ísland

Heimir Hallgrímsson á RÚV í gær – Sagði frá lykilatriðinu í að ná árangri með Ísland
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ísland í frjálsu falli á lista FIFA undir stjórn Arnars

Ísland í frjálsu falli á lista FIFA undir stjórn Arnars
433Sport
Í gær

Aðdáendur brjálaðir yfir treyjunúmeri Falcao – ,,Mér verður óglatt“

Aðdáendur brjálaðir yfir treyjunúmeri Falcao – ,,Mér verður óglatt“
433Sport
Í gær

Rikki G hraunar yfir Val: ,,Man varla eftir annari eins brotlendingu“ – Gaupi telur útilokað að Heimir verði rekinn

Rikki G hraunar yfir Val: ,,Man varla eftir annari eins brotlendingu“ – Gaupi telur útilokað að Heimir verði rekinn
433Sport
Í gær

Sjáðu augnablikið þegar skot Ronaldo hafnaði í konunni

Sjáðu augnablikið þegar skot Ronaldo hafnaði í konunni
433Sport
Í gær

ÍBV staðfestir að Helgi hætti – Hver tekur við ?

ÍBV staðfestir að Helgi hætti – Hver tekur við ?