fbpx
Þriðjudagur 03.ágúst 2021
433Sport

Gylfi Þór leikmaðurinn sem var handtekinn – Grunaður um brot gegn barni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 09:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær bárust fregnir af því að leikmaður úr ensku úrvalsdeildinni hafi verið handtekinn og yfirheyrður vegna meints brots gegn barni undir lögaldri.

Seinna um kvöldið staðfesti Everton að leikmaðurinn væri úr þeirra röðum en áður hafði komið fram að leikmaðurinn væri 31 árs og hefði spilað fjölda landsleikja fyrir þjóð sína.

Í dag greindi mbl.is frá því að sá leikmaður væri Gylfi Þór Sigurðsson. Mikill stormur var á samfélagsmiðlinum Twitter um helgina þar sem netverjar veltu fyrir sér þessum orðrómi, löngu áður en greint var frá málinu í fjölmiðlum. Lítt þekktir slúðurmiðlar fjölluðu um málið og nafngreindu Gylfa strax á sunnudaginn.

Virtist það ýta undir sögusagnirnar að Alexandra Helga Ívarsdóttir, eiginkona Gylfa, lokaði Instagram-síðu sinni um sama leyti. Þau eignuðust saman barn á dögunum og missti Gylfi af landsleikjaverkefnum þar sem hann vildi ekki missa af fæðingu barnsins.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bíl Harðar var stolið í Rússlandi – ,,Búið að keyra hann út úr Moskvu, taka hann í sundur og selja partanna“

Bíl Harðar var stolið í Rússlandi – ,,Búið að keyra hann út úr Moskvu, taka hann í sundur og selja partanna“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Juventus að gera nýjan samning við einn af sínum lykilmönnum

Juventus að gera nýjan samning við einn af sínum lykilmönnum
433Sport
Í gær

Thomas Partey meiddur – „Þetta lítur ekki vel út“

Thomas Partey meiddur – „Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Í gær

Shevchenko hættur með úkraínska landsliðið

Shevchenko hættur með úkraínska landsliðið
433Sport
Í gær

Superliga: Jón Dagur í byrjunarliði AGF í tapi – Stefán Teitur kom inn á í jafntefli

Superliga: Jón Dagur í byrjunarliði AGF í tapi – Stefán Teitur kom inn á í jafntefli
433Sport
Í gær

Schalke vann fyrsta leik sinn á tímabilinu – Guðlaugur Victor lék allan leikinn

Schalke vann fyrsta leik sinn á tímabilinu – Guðlaugur Victor lék allan leikinn