fbpx
Föstudagur 24.september 2021
433Sport

Vantar stjörnurnar á Íslandi til að unga fólkið hafi áhuga: Benedikt segir – „Leiðinlegar týpur, einsleitar“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 13:05

Benedikt Bóas Hinriksson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskt knattspyrnusumar hefur farið af stað með ágætum, margir telja þó að efsta deild karla og kvenna sé ekki nægilega sýnileg. Þannig virðist vanta stjörnur í deildina sem ná til yngri kynslóðarinnar. Knattspyrnufólk á Íslandi er lítið áberandi á samfélagsmiðlum, þar sem hægt er að ná til unga fólksins.

Mæting á vellina hefur verið erfið síðustu ár og farið minnkandi, breytt hegðunarmunstur fólks spilar þar stórt hlutverk en sýnileiki deildarinnar í gegnum styrktaraðila hefur verið lítil.

„Leikmenn deildarinnar, stjörnur deildarinnar. Við erum ekki með neina leikmenn sem eru að gera eitthvað á samfélagsmiðlum sem færa unga fólkið til að gera eitthvað, Brynjólfur Andersen var í fyrra með Panda-Gang. Mér hefur fundist í mörg ár að íslenskir knattspyrnumenn séu of mikið að reyna að vera svalir á samfélagsmiðlum, ekki gera neitt á samfélagsmiðlum sem þú verður skotinn niður fyrir í klefanum,“ sagði Hörður Snævar Jónsson stjórnandi sjónvarpsþáttar 433 í gær á Hringbraut.

Hörður segir mikilvægt fyrir deildina að í henni séu stjörnur á samfélagmiðlum, til að auka áhuga á íslenskum fótbolta. „Fyrir deildina er það mjög mikilvægt að hafa stjörnur, þó ég sé í grunninn sammála því að menn einbeiti sér bara að fótbolta.“

Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður á Fréttablaðinu var gestur þáttarins og hafði þetta að segja um knattspyrnufólk. „Ég er ekkert rosalega mikil samfélagsmiðla rúntari, þú myndir gera frétt ef einhver væri að brjóta sólgleraugu og vera fyndinn. Hitta Binna Glee og fara að sprella, fótboltamenn eru almennt séð frekar leiðinlegir. Leiðinlegar týpur, einsleitar,“ sagði Benedikt.

Benedikt fór svo inn í umræðu sem hefur verið í gangi um kvenhatur í klefanum hjá knattspyrnumönnum. „Kvennhatarar, eins og kom fram í yfirlýsingu ÍSÍ. Þar kom fram að þyrfti taka til í stemmingunni í klefanum. Garðar Gunnlaugs kom fram og sagði þetta slæmt og skoraði á aðra, ég hef ekki séð neinn knattspyrnumann segja að næst þegar þetta kemur fyrir ætli hann að standa upp og segja viðkomandi að þegja.“

Umræðuna má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Paulo Fonseca segir að Tottenham hafi kosið varnarbolta fram yfir sóknarbolta

Paulo Fonseca segir að Tottenham hafi kosið varnarbolta fram yfir sóknarbolta
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hugi hættir í The Mike Show – Umdeild ummæli féllu á dögunum

Hugi hættir í The Mike Show – Umdeild ummæli féllu á dögunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Seðill vikunnar: Sérfræðingur velur táknin fyrir þig – 380 kúlur í pottinum

Seðill vikunnar: Sérfræðingur velur táknin fyrir þig – 380 kúlur í pottinum
433Sport
Í gær

Lokaumferðin fer fram á réttum tíma – Hvaða lið fellur með Fylki?

Lokaumferðin fer fram á réttum tíma – Hvaða lið fellur með Fylki?