fbpx
Fimmtudagur 24.júní 2021
433Sport

Konurnar sem kjafta um kynlífið með stórstjörnum: 7 til 10 sinnum í viku – „Hann er með mjög stóran, hann er með það“

433
Þriðjudaginn 8. júní 2021 19:00

Melissa Satta eignkona Boateng

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er stundum talað um það að knattspyrnumenn eigi ekki að stunda kynlíf degi fyrir leik, sumir þjálfarar hafa það sem reglu en erfitt getur verið að fylgjast með því hvort farið sé eftir slíkum reglum.

Eiginkonur knattspyrnumanna eru stundum að ræða kynlíf þeirra í viðtölum og oftar en ekki vekur það ansi mikla athygli.

Þannig hefur Victoria Beckham tjáð sig um samband sitt og David Beckham, þar kemur fram að hann sé með getnaðarlim í stærri kantinum.

Enska götublaðið The Sun tók saman ummæli frá unnustum knattspyrnumanna um það sem gerist á hvíta lakinu.

Wanda Nara um Mauro Icardi:
„Hann ætti að prufa að stunda kynlíf degi fyrir leik en Mauro er atvinnumaður og vill það ekki. Hann er bara klár ef leikurinn endar vel. Ef liðið tapar þá horfir hann ekki á mig.“

Abbey Clancy um Peter Crouch:
„Við rífumst aldrei, þegar ég var ólétt af Jack þá hötuðum við hvort annað. Við stunduðum ekkert kynlíf.“

Árið 2013 gerðist svo ekkert í 13 vikur þegar Abbey var að keppa í Strictly Come Dancing. „Segjum það bara eins og það er, Peter saknar mín. Ég þarf að eyða tíma með honum núna.“

Melissa Satta um Kevin Prince-Boateng:
,,Ástæðan fyrir því að hann er oft meiddur er að við stundum mikið kynlíf, oftast svona 7-10 sinnum í viku,“ segir Melissa án þess að blikka.

Vera Ribeiro um Rui Patricio
Á HM 2018 ráðlagði Vera öllum leikmönnum Portúgals að stunda sjálfsfróun, þar á meðal eiginmanni sínum. „Það kemur ekkert gott úr því að svelta sig kynferðislega. Knattspyrnumenn eiga ekki að sleppa kynlífi fyrir leiki, það er erfitt á stórmóti að hitta þá. Það er ekki hægt að segja að kynlíf skemmi fyrir knattspyrnumanni.“

Victoria Beckham um David Beckham:
„Ég er stolt af því að kynlífið okkar er mjög gott. David er með mjög stóran, hann er með það. Þú sérð það í auglýsingum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Salah grátbiður Liverpool um að gefa sér frí í sumar

Salah grátbiður Liverpool um að gefa sér frí í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Dagur B vill ekki taka upp veskið – Bjarni Ben veltir stöðunni fyrir sér

Dagur B vill ekki taka upp veskið – Bjarni Ben veltir stöðunni fyrir sér
433Sport
Í gær

Mjólkurbikar karla: Haukar, Völsungur og Þór í 16-liða úrslit

Mjólkurbikar karla: Haukar, Völsungur og Þór í 16-liða úrslit
433Sport
Í gær

Sjáðu sturlað mark Modric í kvöld – Frábært utanfótar skot

Sjáðu sturlað mark Modric í kvöld – Frábært utanfótar skot
433Sport
Í gær

Tvær íslenskar skoruðu í Íslendingaslag

Tvær íslenskar skoruðu í Íslendingaslag
433Sport
Í gær

Freyr fór í sitt fyrsta viðtal í Danmörku: Líkti Lyngby við Leikni – Ætlar að spila sóknarbolta

Freyr fór í sitt fyrsta viðtal í Danmörku: Líkti Lyngby við Leikni – Ætlar að spila sóknarbolta