fbpx
Mánudagur 14.júní 2021
433Sport

„Leikmaðurinn sem Arsenal þarf“

Helga Katrín Jónsdóttir
Sunnudaginn 6. júní 2021 15:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn eitt sumarið er Wilfried Zaha orðaður við Arsenal. Zaha hefur gert það ljóst fyrir stjórnarformönnum Crystal Palace að hann vilji komast í stærra lið í sumar og eru Arsenal, Tottenham og Everton sögð áhugasöm um kappann.

Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður Arsenal, hvetur sitt gamla félag til þess að semja við Zaha í sumar þar sem hann sé leikmaðurinn sem Arsenal þarf.

„Zaha er óútreiknanlegur leikmaður, þú veist ekki hvað hann ætlar að gera við boltann,“ sagði Petit við Paddy Power í vikunni.

„Hann er sterkur karakter og þarf stundum að stjórna tilfinningum sínum en hann er nákvæmlega leikmaðurinn sem Arsenal þarf. Aðdáendur eru spenntir fyrir honum og leikmenn eru það líka.“

„Arsenal hefur ekki haft leikmann sem er svona góður með boltann í langan tíma, þeir þurfa einhvern sem getur tekið ábyrgð og er óhræddur við að taka varnarmenn á.“

Mikil pressa er á Arsenal að gera vel á félagsskiptamarkaðinum í sumar eftir enn eitt vonbrigða tímabil. Félagið endaði í 8. sæti og tekur því ekki þátt í neinum Evrópubolta í vetur.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Garðbæingar ekki hættir – Danskur framherji einnig á leiðinni

Garðbæingar ekki hættir – Danskur framherji einnig á leiðinni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vitni tjáir sig um slysið í Lundúnum – ,,Náungi sem var nálægt okkur grét úr sér augun“

Vitni tjáir sig um slysið í Lundúnum – ,,Náungi sem var nálægt okkur grét úr sér augun“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óvænt skref til Englands í vændum hjá Marcelo? – Orðaður við tvö lið

Óvænt skref til Englands í vændum hjá Marcelo? – Orðaður við tvö lið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu myndina: Svaraði karlrembu fullum hálsi – ,,Hún er best á settinu fíflið þitt“

Sjáðu myndina: Svaraði karlrembu fullum hálsi – ,,Hún er best á settinu fíflið þitt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skilur ekkert hvers vegna Eriksen hneig niður – ,,Hefur enga tengingu við bóluefni“

Skilur ekkert hvers vegna Eriksen hneig niður – ,,Hefur enga tengingu við bóluefni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarlið Englands hefur verið birt: Enginn Grealish – Stillt upp í 4-3-3

Byrjunarlið Englands hefur verið birt: Enginn Grealish – Stillt upp í 4-3-3