fbpx
Fimmtudagur 21.október 2021
433Sport

Aron Einar uppljóstrar um áform sín þegar líður að endalokum: „Það er prinsipp fyrir mig“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 30. júní 2021 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands í knattspyrnu og leikmaður Al-Arabi í Katar verður gestur í Mannamáli á Hringbraut á morgun klukkan 19:00 á morgun og endursýnt klukkan 21:00. Þessi merkilegi íþróttamaður ræðir þar lífið og tilveruna í skemmtilegu viðtal við Sigmund Ernir Rúnarsson.

Aron Einar ólst upp á Akureyri og uppljóstrar því í viðtalinu við Sigmund að hann ætli sér að snúa heim til að klára ferilinn sem knattspyrnu.

Aron er 32 ára gamall og því er ljóst að ekki eru mörg ár í að heimkoma Arons verði að veruleika. Aron lék ellefu leiki með meistaraflokki Þórs áður en að hann fór í atvinnumennsku, þá 17 ára gamall og hann ætlar að skrifa síðasta kaflann í söguna með Þór.

„Svæði Þórs er uppruninn og þar mun ég taka eitt tímabil í lokin, það er prinsipp fyrir mig. Þegar ég kem heim að taka eitt tímabil með Þór, sama í hvaða deild þeir verða,“ sagði Aron Einar en Þór er í dag í næst efstu deild karla.

Akureyri og Þór er Aroni Einari mikilvægt og sést það best í þeim húðflúrum sem hann hefur fengið sér í gegnum árin, þar á meðal er póstnúmerið sem hann bjó í þegar hann var yngri.

„Mér finnst það skylda mín, skila til baka og klára þar sem ég byrjaði. Það er mjög mikilvægt fyrir mig.“

Aron Einar hefur verið fyrirliði Íslands síðustu ár, hann ræðir lífið innan sem utan vallar í einlægu og skemmtilegu spjalli við Sigmund Erni á morgun, klukkan 19:00 á Hringbraut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sagt upp störfum hjá Lazio fyrir að hylla fyrrum einræðisherra Ítalíu og heilsa að fasista sið

Sagt upp störfum hjá Lazio fyrir að hylla fyrrum einræðisherra Ítalíu og heilsa að fasista sið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir leikmann franska landsliðsins hafa boðið sér 8 milljónir fyrir einnar nætur gaman – Er brugðið og þykir boðið skammarlegt

Segir leikmann franska landsliðsins hafa boðið sér 8 milljónir fyrir einnar nætur gaman – Er brugðið og þykir boðið skammarlegt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eftir fund með Rúnari í gær snerist Guðjóni hugur – „Getum ekki endað þetta svona“

Eftir fund með Rúnari í gær snerist Guðjóni hugur – „Getum ekki endað þetta svona“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gústi Gylfa sló á þráðinn til Danmerkur – Mikkelsen snýr ekki aftur til Íslands

Gústi Gylfa sló á þráðinn til Danmerkur – Mikkelsen snýr ekki aftur til Íslands
433Sport
Í gær

Yfirgáfu knattspyrnudrauminn fyrir frama í klámi – Pabbinn studdi ákvörðunina

Yfirgáfu knattspyrnudrauminn fyrir frama í klámi – Pabbinn studdi ákvörðunina
433Sport
Í gær

Hermann snýr aftur heim til Eyja og tekur fjölskylduna með – ,,Alexandra er svo stórkostleg manneskja“

Hermann snýr aftur heim til Eyja og tekur fjölskylduna með – ,,Alexandra er svo stórkostleg manneskja“