fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Fyrsti tapleikur Víkings – Stjarnan með sterkan útisigur

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 28. júní 2021 21:41

Sævar Atli skoraði tvö. Mynd/Leiknir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

10. umferð Pepsi Max-deildar karla kláraðist í kvöld með þremur leikjum.

Fyrsta tap Víkinga

Víkingur Reykjavík tapaði sínum fyrsta leik á útivelli gegn Leikni Reykjavík.

Sævar Atli Magnússon kom heimamönnum yfir á 34. mínútu. Það var eina mark fyrri hálfleiks.

Sævar bætti öðru marki við með marki úr vítaspyrnu eftir um klukkutíma leik.

Á 78. mínútu fengu Víkingar víti. Nikolaj Hansen fór á punktinn og minnkaði muninn. Nær komst hans lið þó ekki. Lokatölur 2-1.

Víkingur er í þriðja sæti deildarinnar með 19 stig. Leiknir er í því níunda með 11 stig.

Stjarnan komin á skrið

Stjarnan vann mjög góðan útisigur gegn KR.

Heimamenn komust yfir snemma leiks þegar Elís Rafn Björnsson gerði sjálfsmark. Staðan í hálfleik var 1-0.

Þorsteinn Már Ragnarsson jafnaði leikinn snemma í seinni hálfleik. Á 58. mínútu skoraði Eggert Aron Guðmundsson svo sigurmark leiksins fyrir Stjörnuna. Lokatölur 1-2.

Stjarnan er í sjötta sæti deildarinnar með 13 stig. KR er í því fimmta með 15 stig.

Keflavík kom til baka uppi á Skaga

ÍA og Keflavík gerðu jafntefli uppi á Skipaskaga.

Gísli Laxdal Unnarsson kom heimamönnum yfir á 12. mínútu. Ísak Snær Þorvaldsson tvöfaldaði forystu þeirra eftir hálftíma leik.

Stuttu síðar minnkaði Christian Volesky muninn fyrir Keflavík. Staðan í hálfleik var 2-1.

Magnús Þór Magnússon jafnaði leikinn fyrir Keflavík eftir fimm mínútur í seinni hálfleik og þar við sat. Lokatölur 2-2.

Keflavík er í tíunda sæti deildarinnar með 10 stig. ÍA er á botninum með 6 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sóttkví kemur líklega í veg fyrir að Varane verði kynntur til leiks í þessari viku

Sóttkví kemur líklega í veg fyrir að Varane verði kynntur til leiks í þessari viku
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu myndband sem aðdáandi tók er Rooney gekk upp á hótelherbergi með stúlkunum – Stjarnan í ansi annarlegu ástandi

Sjáðu myndband sem aðdáandi tók er Rooney gekk upp á hótelherbergi með stúlkunum – Stjarnan í ansi annarlegu ástandi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Pepsi Max deild karla: Stórsigur KR á Meistaravöllum í kvöld

Pepsi Max deild karla: Stórsigur KR á Meistaravöllum í kvöld
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sóknarlína Manchester United sú fjórða besta í deildinni

Sóknarlína Manchester United sú fjórða besta í deildinni
433Sport
Í gær

Tottenham staðfestir komu nýs leikmanns – Senda Lamela í hina áttina

Tottenham staðfestir komu nýs leikmanns – Senda Lamela í hina áttina
433Sport
Í gær

Arsenal íhugar að bjóða hátt í Ramsdale

Arsenal íhugar að bjóða hátt í Ramsdale