fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
433Sport

Handalögmál í Kórnum í gærkvöldi – „Vona að það verði afleiðingar“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. júní 2021 08:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að einhverjir aumingjar í hk-stúkunni hafi ráðist á vin minn eftir leik fyrir að fagna sigri, er fyrir neðan allar hellur. Vona að það verði afleiðingar. hk. Skammist ykkar,“ skrifar Hilmar Jökull Stefánsson stuðningsmaður Breiðabliks á Twitter í gærkvöldi. Kom færslan inn skömmu eftir að Breiðablik vann sigur á erkifjendum sínum í HK.

Það var grannaslagur af bestu gerð sem fram fór í Kórnum í gærkvöldi þegar HK fékk Breiðablik í heimsókn í Kórinn. HK tók forystuna í tvígang en góður endasprettur Blika tryggði liðinu 2-3 sigur í Kórnum. Með sigrinum blanda Blikar sé af fullri alvöru í titilbaráttu á meðan HK berst fyrir lífi sínu.

Að leik loknum virðist hafa soðið upp úr í Kórnum en fjöldinn allur ræðir málið á þræði Hilmars á Twitter. Einn stuðningsmaður Blika virðist þannig hafa fagnað sigrinum all hressilega og það fór í taugarnar á stuðningsveit HK sem hrinti stuðningsmanni Blika.

„Vil deila þessu sem lokasvari. Honum var hrint. Það er fact. Hef ekki séð myndband af honum kýldum og get alveg trúað því sem ýkjum. Annars þá er ég í vinnunni og hef ekki tíma til að svara öllum aðdáendabréfum HK-inga svo það eina sem ég segi eftir kvöldið er: TAKK,“ skrifar Hilmar skömmu síðar.

Hann ræddi málið við Leif Andra Leifsson, fyrirliða HK og segir svo. „Svona til að sjatla þessa lygi strax þá var enginn 6 ára þarna og hann var í 5-10 metra fjarlægð, haldandi á fána. Ég og Leifur Andri erum búnir að ræða saman í síma enda þekkjumst við ágætlega. Upp með ríginn, niður með allt þetta bull,“ segir Hilmar.

Það hefur oftar en ekki soðið upp úr í stúkunni þegar þessi lið mætast en árið 2009 gerðist þetta. „Mesti atgangurinn varð þó í gömlu stúkunni á Kópavogsvelli eftir að Guðmundur Pétursson skoraði markið. Stuðningsmannahópum liðanna lenti saman. Allt róaðist þó mjög fljótt og voru fjölmargir gæslumenn í gulum vestum settir í sætin á milli hópanna. Erfitt var að sjá nákvæmlega hvað gerðist en fréttir hér á vellinum hermdu að menn hefðu bókstaflega slegist,“ skrifaði Breki Logason fyrir Vísir.is. árið 2009.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Pepsi Max deild karla: Stórsigur KR á Meistaravöllum í kvöld

Pepsi Max deild karla: Stórsigur KR á Meistaravöllum í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sóknarlína Manchester United sú fjórða besta í deildinni

Sóknarlína Manchester United sú fjórða besta í deildinni
433Sport
Í gær

Tottenham staðfestir komu nýs leikmanns – Senda Lamela í hina áttina

Tottenham staðfestir komu nýs leikmanns – Senda Lamela í hina áttina
433Sport
Í gær

Arsenal íhugar að bjóða hátt í Ramsdale

Arsenal íhugar að bjóða hátt í Ramsdale