fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
433Sport

Pepsi Max-deild karla: FH gerði jafntefli við KA í fyrsta deildarleik Óla Jó

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 27. júní 2021 18:07

Jonathan Hendrickx skoraði. Mynd/KA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH og KA mættust í skemmtilegum leik í 10. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. Jafntefli varð niðurstaðan.

FH fékk víti eftir 20 mínútna leik þegar Brynjar Ingi Bjarnason braut á Birni Daníel Sverrissyni innan teigs. Steven Lennon fór á punktinn og skoraði. Staðan í hálfleik var 1-0.

Dusan Brkovic, varnarmaður KA, fékk rautt spjald um miðjan seinni hálfleik fyrir að brjóta á Ágústi Eðvald Hlynssyni sem aftasti maður.

Þrátt fyrir þetta tókst KA að jafna á 75. mínútu. Þá skoraði Jonathan Hendrickx gegn sínum gömlu félögum eftir sendingu frá Ásgeiri Sigurgeirssyni.

Hvorugu liðinu tókst að finna sigurmark. Lokatölur í Kaplakrika 1-1.

KA er í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig eftir níu leiki. Þeir eru 6 stigum á eftir toppliði Vals og eiga leik til góða.

FH er í sjötta sæti með 12 stig eftir tíu leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sóknarlína Manchester United sú fjórða besta í deildinni

Sóknarlína Manchester United sú fjórða besta í deildinni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Horfðu á markaþátt Lengjudeildarinnar – Eyjamenn sýndu úr hverju þeir eru gerðir

Horfðu á markaþátt Lengjudeildarinnar – Eyjamenn sýndu úr hverju þeir eru gerðir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

„Ekkert annað félag í ensku deildinni myndi vilja fá Solskjaer sem þjálfara”

„Ekkert annað félag í ensku deildinni myndi vilja fá Solskjaer sem þjálfara”
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þekktur vandræðagemsi hafnar ásökunum – Sakaður um að halda utan um háls eiginkonu sinnar og sparka í höfuð hennar

Þekktur vandræðagemsi hafnar ásökunum – Sakaður um að halda utan um háls eiginkonu sinnar og sparka í höfuð hennar
433Sport
Í gær

Arsenal íhugar að bjóða hátt í Ramsdale

Arsenal íhugar að bjóða hátt í Ramsdale
433Sport
Í gær

Segja Man Utd vilja annan miðvörð með Varane

Segja Man Utd vilja annan miðvörð með Varane
433Sport
Í gær

Rooney hringdi á lögreglu vegna myndanna – Segist ekki hafa gert neitt rangt

Rooney hringdi á lögreglu vegna myndanna – Segist ekki hafa gert neitt rangt
433Sport
Í gær

Myndir: Giftur Rooney fór ofurölvi á hótelherbergi með tvítugum stúlkum – Móðir einnar þeirra tjáir sig

Myndir: Giftur Rooney fór ofurölvi á hótelherbergi með tvítugum stúlkum – Móðir einnar þeirra tjáir sig