fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
433Sport

Nuno Espirito Santo efstur á óskalista Tottenham þessa stundina – Stuðningsmenn ósáttir

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 24. júní 2021 19:45

Nuno Espirito Santo.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum þjálfari Wolves, Nuno Espirito Santo, er nú efstur á óskalista Tottenham. Félagið hefur reynt að ráða þjálfara síðan að Mourinho var rekinn í apríl, án árangurs.

Tottenham hefur verið í viðræðum við allnokkra stjóra, Nagelsmann, Conte, Rodgers, Ten Hag, Pochettino, Fonseca, Gattuso og Lopetegui en þeir hafa allir hafnað félaginu.

Sportsmail greinir frá því að stjórnarformaður Tottenham, Daniel Levy, vilji helst fá Nuno til félagsins og er stjórnin samþykk því. Það kemur fram í greininni að Graham Potter, stjóri Brighton, sé einnig á óskalistanum.

Nuno náði frábærum árangri með Wolves en búist var við því að hann vildi fara heim til Portúgal og vera með fjölskyldunni. Honum þykir áhugi Tottenham samt sem áður spennandi og gæti vel hugsað sér að þjálfa einn af stærstu klúbbum Englands.

Nokkrir stjórnarmenn Tottenham hafa töluverðar áhyggjur af því hvernig síðasta tímabil endaði hjá Wolves undir stjórn Nuno en aðrir telja að hann hafi bara ekki fengið tækifæri til að styrkja liðið eftir söluna á Diogo Jota til Liverpool og meiðsli Raul Jimenez.

Stuðningsmenn liðsins virðast þó ekki vera sáttir við Nuno ef marka má færslur þeirra á samfélagsmiðlinum Twitter. Þeir eru sagðir vera óánægðir með fótboltann sem hann spilaði hjá Wolves.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ummæli frá Bellamy vekja athygli – Trúir ekki á regnboga

Ummæli frá Bellamy vekja athygli – Trúir ekki á regnboga
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Miðað við tölfræði á United að vera í fallbaráttu – Svona væri staðan ef miðað er við tölfræðina

Miðað við tölfræði á United að vera í fallbaráttu – Svona væri staðan ef miðað er við tölfræðina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Albert í sögubækur Genoa eftir gærdaginn – Aðeins tveir gert betur en hann

Albert í sögubækur Genoa eftir gærdaginn – Aðeins tveir gert betur en hann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Reyna að hafa upp á rasistum með hjálp gervigreindar

Reyna að hafa upp á rasistum með hjálp gervigreindar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“
433Sport
Í gær

Ofurtölvan hefur tekið stokkinn og lesið í hann eftir vendingar helgarinnar

Ofurtölvan hefur tekið stokkinn og lesið í hann eftir vendingar helgarinnar
433Sport
Í gær

Forráðamenn United verulega ósáttir með þessar fréttir frá helginni

Forráðamenn United verulega ósáttir með þessar fréttir frá helginni