fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Garðbæingar eru brjálaðir eftir augljós mistök Bryngeirs í gær – Sjáðu hvað gerðist

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 24. júní 2021 08:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan tók á móti KA í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. KA tryggði sér farseðilinn í 16-liða úrslitin með flautumarki en um var að ræða ólöglegt mark.

Fyrri hálfleikur var nokkuð fjörugur en hvorugt liðið náði þó að koma boltanum inn. Emil Atlason braut ísinn á 57. mínútu og leit allt út fyrir að Stjörnumenn færu áfram í bikarnum. KA-menn voru á öðru máli og jafnaði Sebastian metin á 86. mínútu. Allt stefndi í framlengingu þar til Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði ótrúlegt mark á lokasekúndum leiksins. Þá varð misskilningur í vörn Stjörnumanna og boltinn barst inn fyrir vörnina en fór út af vellinum.

Bryngeir Valdimarsson aðstoðardómari sem hefði átt að sjá atvikið eða Erlendur Eiríksson dómari leiksins tóku ekki eftir því að boltinn væri löngu farinn út af vellinum.

Leikurinn hélt áfram og Elfar Árni skoraði í autt markið, Stjörnumenn brjálaðir enda ljóst að um sigurmark væri að ræða.

Þorkell Máni Pétursson og fleiri hafa farið yfir atvikið á samfélagsmiðlum. „Geri ráð fyrir að þessi línuvörður á Stjarnan – KA verði í frí fram að næsta em,“ skrifaði Máni á EM.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum