fbpx
Miðvikudagur 28.júlí 2021
433Sport

England með hægasta sóknarleikinn á EM

Helga Katrín Jónsdóttir
Fimmtudaginn 24. júní 2021 07:15

Enska landsliðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

England er með hægasta sóknarleikinn á Evrópumótinu í knattspyrnu en þetta kemur fram í Daily Mail. Englendingar hafa ekki heillað á EM í sumar, en Southgate er þekktur fyrir að leggja frekar áherslu á varnarleik.

Englendingar eru þrátt fyrir það komnir áfram í 16-liða úrslit og unnu sinn riðil. Liðið hefur aðeins skorað 2 mörk á mótinu og aldrei hefur lið unnið sinn riðil á EM og skorað svona fá mörk.

Opta hefur tekið saman hraða í sóknarleik allra liðanna á EM og þar sitja Englendingar á botninum sem kemur líklega fáum á óvart miðað við spilamennskuna. Wales trónir á toppnum og þar á eftir kemur Norður-Makedónía og Ungverjar fylgja á eftir í þriðja sæti.

Englendingar eru einnig neðarlega hvað varðar skot í leik en þeir hafa aðeins átt 7,3 skot í leik. Einu liðin með verri árangur hvað það varðar er Ungverjaland (5) og Finnland (6,3).

Enskir stuðningsmenn eru vægast sagt ósáttir við spilamennsku síns liðs fram á við þar sem liðið hefur úr mörgum spennandi og skapandi leikmönnum að moða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rio Ferdinand nefnir þá tvö vanmetnustu sem hann lék með hjá Man Utd – ,,Makalele síns tíma“

Rio Ferdinand nefnir þá tvö vanmetnustu sem hann lék með hjá Man Utd – ,,Makalele síns tíma“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fleiri smit í boltanum – Leik frestað

Fleiri smit í boltanum – Leik frestað
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Virtur blaðamaður með högg í maga stuðningsmanna Liverpool

Virtur blaðamaður með högg í maga stuðningsmanna Liverpool
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lítur ansi illa út eftir eftir að gamalt tíst var rifjað upp – Hraunaði yfir menn sem beita konur ofbeldi en er nú sakaður um það sjálfur

Lítur ansi illa út eftir eftir að gamalt tíst var rifjað upp – Hraunaði yfir menn sem beita konur ofbeldi en er nú sakaður um það sjálfur