fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Segir fréttafluttning um Björn Daníel tóma vitleysu – „Allt tal um riftun er bara bull“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 13:35

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt tal um að FH ætli sér að rifta samningi við Björn Daníel Sverrisson og að hann hafi neitað að koma inn sem varamaður gegn Breiðabliki eru bull og vitleysa. Þetta segir Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH í samtali við 433.is í dag.

Mikið hefur verið rætt og ritað um Björn Daníel eftir 4-0 tap FH gegn Blikum á sunnudag. Í kjölfarið var Logi Ólafsson látin taka poka sinn sem þjálfari liðsins og Ólafur Jóhannesson ráðinn í hans stað.

Í frétt sem Fótbolti.net birtir í dag segir meðal annars. „Björn Daníel átti að koma inn sem varamaður í stöðunni 4-0 fyrir Breiðablik. Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, reiddist og skipaði Birni að setjast á bekkinn.“

Davíð Þór segir að þeir hafi vissulega átt í orðaskiptum á hliðarlínunni en Björn hafi aldrei neitað því að mæta inn á völlinn. „Það sem gerðist í þessu atviki, það var tæklað strax daginn eftir,“ sagði Davíð Þór í samtali við 433.is og ítrekað að Björn hafi aldrei neitað því að fara inn á völlinn.

„Það verða ekki frekar eftirmálar af þessu máli og allt tal um riftun er bara bull. Það var ekkert sem gerðist þarna sem gefur tilefni til þess að rifta samningi.“

Björn Daníel hefur verið á varamannabekk stærstan hluta sumars og hafði komið við sögu í sex leikjum fram að leiknum við Blika. FH mætir Njarðvík í bikarnum í dag þar sem Björn Daníel gæti byrjað sinn fyrsta leik í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Hartman í Val
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Í gær

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Í gær

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða