fbpx
Mánudagur 26.júlí 2021
433Sport

Garðar Örn um frægðina og gælunafnið: „Ég var sakaður um að hata heilt bæjarfélag“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 14:00

Garðar Örn faðmar hér Gillz í frægu viðtali. ©365 / Arnþór Birkisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég heiti Garðar Örn Hinriksson og er 49 ára fyrrum knattspyrnudómari, tónlistarmaður, borðspilahönnuður, faðir, bróðir, sonur, frændi og eiginmaður. Einnig er ég Parkinson sjúklingur en ég greindist með sjúkdóminn í upphafi árs 2017. Bókina sem ég er að fara gefa út skrifaði ég sjálfur en ég hóf að skrifa hana um leið og ég lagði flautuna á hilluna árið 2016. Hún fjallar um feril minn sem knattspyrnudómara, innan sem utan vallar. Langaði mig með henni að gefa fólki smá innsýn í starf og líf knattspyrnudómarans. Þetta er mín fyrsta bók og vonandi ekki sú síðasta. Ég leitaði til Karolina Fund eftir stuðningi þar sem ég hef enga bakhjarla í verkefninu. Markmiðið er að safna 3.500 Evrum sem verða nýttar til að greiða fyrir stóran hluta kostnaðar,“ skrifar Garðar Örn Hinriksson.

Garðar Örn var lengi vel einn fremsti dómari landsins en lagði flautuna á hilluna fyrir nokkrum árum. Rauði baróninn eins og hann var kallaður var oft á milli tannana á fólki.

Frægt faðmlag Gillz og Garðars.
©365 / Arnþór Birkisson

Á vefsvæði Karolina fund skrifar Garðar stutta útgáfu af sögu sinni og því mótlæti sem hann mætti. „Ég var ekki hluti af þeirri pólitík sem fylgir því að vera dómari. Ég fór mínar eigin leiðir sem voru ekki alltaf vinsælar hjá knattspyrnusambandinu. Þar á bæ þoldu menn til dæmis ekki þegar ég fór í viðtöl hjá stærstu fréttamiðlum landsins og tjáði mig um dómgæslu og annað sem tengdist knattspyrnu. Ég náði meira að segja því að vera settur í ótímabundið bann af fyrrverandi framkvæmdarstjóra sambandsins eftir eitt viðtalið. Á endanum var okkur dómurunum síðan bannað að fara í viðtöl, líklega mér að kenna. Síðar varð það aftur leyft, líklega vegna þess að ég var hættur,“ skrifar Garðar um málið.

Garðar segist hafa lent illa í því úti á landi og segir. „Ég þorði, ég dæmdi og stóð við ákvörðunina. Það er ástæðan fyrir því að ég náði svona langt sem knattspyrnudómari. Það er ástæðan fyrir því að ég varð þekktari en allir hinir, sem ég var þó ekki að biðja um. Það er ástæðan fyrir því að ég fékk þetta gælunafn mjög snemma – Rauði baróninn. En það hafði líka sína ókosti að vera þekktur. Ég var til dæmis sakaður um að hata heilt bæjarfélag og því er líklega ennþá haldið fram í dag. Einn af þessum bæjarbúum nýtti sér síðar aðstöðu sína eftir leik sem ég dæmdi og fór illa með mig.“

Lesa má betur um söfnun Garðars hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rooney hringdi á lögreglu vegna myndanna – Segist ekki hafa gert neitt rangt

Rooney hringdi á lögreglu vegna myndanna – Segist ekki hafa gert neitt rangt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Myndir: Giftur Rooney fór ofurölvi á hótelherbergi með tvítugum stúlkum – Móðir einnar þeirra tjáir sig

Myndir: Giftur Rooney fór ofurölvi á hótelherbergi með tvítugum stúlkum – Móðir einnar þeirra tjáir sig
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fallegt framtak í Rúmeníu – Þakka stuðningsmönnum með því að setja nöfn þeirra á búninginn

Fallegt framtak í Rúmeníu – Þakka stuðningsmönnum með því að setja nöfn þeirra á búninginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pepsi Max-deild karla: Lennon sá um Skagamenn – Dýrmæt stig KA

Pepsi Max-deild karla: Lennon sá um Skagamenn – Dýrmæt stig KA