fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Pepsi Max-deild kvenna: Öruggur sigur Stjörnunnar – Óvænt jafntefli á Hlíðarenda

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 21. júní 2021 19:52

Elín Metta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er nýlokið í 7. umferð Pepsi Max-deildar kvenna.

Öruggt hjá Stjörnunni

Stjarnan tók á móti ÍBV í Garðabæ. Heimakonur unnu öruggan sigur.

Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir kom Stjörnunni yfir á 13. mínútu. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.

Deilaney Pridham fékk gullið tækifæri til að jafna fyrir gestina eftir tíu mínútur af seinni hálfleik af vítapunktinum. Birta Guðlaugdóttir í marki heimakvenna varði hins vegar frá henni.

Betsy Hassett tvöfaldaði forystu Stjörnunnar á 68. mínútu. Rúmum fimm mínútum síðar var Hildigunnur búin að gera út um leikinn með sínu öðru marki. Málfríður Erna Sigurðardóttir, leikmaður Stjörnunnar, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í lok leiks. Lokatölur 3-0.

Stjarnan er í fjórða sæti deildarinnar með 10 stig. ÍBV er í því sjöunda með 9 stig.

Óvænt jafntefli á Hlíðarenda

Valur og Þór/KA gerðu jafntefli á Hlíðarenda.

Elín Metta Jensen skoraði eina mark fyrri hálfleiks á 19. mínútu.

Heimakonur leiddu út fyrri hálfleikinn en gestirnir jöfnuðu snemma í seinni hálfleik. Það gerði Margrét Árnadóttir af vítapunktinum. Lokatölur 1-1.

Valur er á toppi deildarinnar með 14 stig. Þór/KA er í áttunda sæti með 7 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Í gær

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Í gær

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt