fbpx
Mánudagur 02.ágúst 2021
433Sport

Guðjón tjáði sig um keppnisandann hér heima – ,,Þá erum við karlrembur og gamlir, miðaldra, hvítir karlar sem eru að stuðla að óeiningu í samfélaginu“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 21. júní 2021 18:38

Guðjón Þórðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðlimir hlaðvarpsþáttarins The Mike Show eru á því máli að of mikil ,,ungmennafélagsmenning“ ríki í íslenska boltanum. Nefna þeir sérstaklega HK í þessu samhengi.

Málið var rætt í þætti dagsins þar sem þeir Guðjón Þórðarson, Hugi Halldórsson og Mikael Nikulásson voru.

Guðjón, sem stýrði á árum áður íslenska landsliðinu og einnig Stoke og Barnsley á Englandi svo eitthvað sé nefnt, segir að mikilvægt sé að ná í fólk sem skarar fram úr og að rækta keppnisanda. Hann segir þó að þær skoðanir veki oft upp harða gagnrýni.

,,Óli Þórðar, vinur minn, myndi nú líklega kalla þetta aumingjaræktun. En það má ekki og ef að við stígum fast til jarðar sem viljum rækta keppnisandann og styrkja hann þá erum við karlrembur og gamlir, miðaldra, hvítir karlar sem að erum að stuðla að óeiningu í samfélaginu. Ég vil meina það að þegar við hættum að keppa og hættum að skara fram úr og þegar við hættum að leita að fólki sem að skarar fram úr, þá sígum við niður á við. Svo bara sökkvum við,“ sagði Guðjón í þættinum.

Guðjón kveðst einnig spenntur að sjá hvernig íslensk félagslið para sig saman við erlend félög í Evrópukeppnum í sumar. Þar verði hægt að sjá hvernig staðan er á liðunum hér heima.

Hann bætti svo aðeins við ræðu sína um keppnisandann. ,,Ef það á að sósíalesera þetta allt saman, það er upphafið að endalokunum.“

Smelltu hér til þess að hlusta á þátta dagsins hjá The Mike Show. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gary Cahill yfirgefur Crystal Palace

Gary Cahill yfirgefur Crystal Palace
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta eru ríkustu eigendur knattspyrnuliða í heiminum – Svakalegar upphæðir

Þetta eru ríkustu eigendur knattspyrnuliða í heiminum – Svakalegar upphæðir
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Svakalegt mark í Bandaríkjunum í nótt – Skoraði með hjólhestaspyrnu

Sjáðu myndbandið: Svakalegt mark í Bandaríkjunum í nótt – Skoraði með hjólhestaspyrnu
433Sport
Í gær

Böðvar lék allan leikinn í tapi

Böðvar lék allan leikinn í tapi
433Sport
Í gær

Fallegt framtak knattspyrnugoðsagnar – Hjálpaði fjölskyldu í neyð

Fallegt framtak knattspyrnugoðsagnar – Hjálpaði fjölskyldu í neyð
433Sport
Í gær

Villa ætlar að samþykkja tilboð Man City – Grealish þarf að taka ákvörðun

Villa ætlar að samþykkja tilboð Man City – Grealish þarf að taka ákvörðun