fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Viðurkennir að það hafi verið vonbrigði að Andri hafi ekki náð sér á strik

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 20. júní 2021 07:00

Andri Rúnar Bjarnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Kristjánsson viðurkennir að það hafi verið vonbrigði að Andra Rúnari Bjarnasyni hafi ekki tekist að koma sér nægilega vel í gang á tíma Ólafs sem þjálfari framherjans hjá Esbjerg. Ólafur var gestur í sjónvarpsþættinum 433.is á Hringbraut í vikunni.

Ólafur fékk Andra til B-deildarliðsins fyrir síðustu leiktíð frá Kaiserslautern í Þýskalandi. Andri náði aðeins að leika fimm leiki á leiktíðinni og glímdi einnig við meiðsli.

,,Já, það voru það. Hann kemur til okkar frá Þýskalandi, búinn að eiga erfiðan tíma þar, var með smá meiðsli sem hann dró eftir sér þaðan. Það var svolítið erfitt fyrir hann að koma inn,“ sagði Ólafur er hann var spurður út í það hvort að það hafi verið vonbrigði að hafa ekki náð Andra af stað.

Ólafur, sem var látinn fara frá Esbjerg í vor, segir að Andri þurfi að komast yfir meiðslin og þá geti hann staðið sig vel á vellinum.

,,Hann reyndi, hann vildi virkilega og því miður náði hann sér ekki á strik. En Andri er mjög frambærilegur leikmaður. Hann þarf bara að komast yfir þessi meiðsli og ná sér almennilega í stand og þá getur hann alveg skorað og spilað mjög vel.“

Líklegt þykir að Andri Rúnar yfirgefi Esbjerg í sumar. Hann hefur verið orðaður við heimkomu til Íslands.

Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Andra sem og ítarlegt viðtal við Ólaf í heild sinni. Þar er farið yfir víðan völl. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ten Hag sagður á útleið – Þetta var síðasti naglinn í kistu hans

Ten Hag sagður á útleið – Þetta var síðasti naglinn í kistu hans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Af hverju var Glazer að funda með þessum manni í London í gær?

Af hverju var Glazer að funda með þessum manni í London í gær?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deild kvenna: Nýliðar Víkings fara vel af stað – Blikar með sannfærandi sigur

Besta deild kvenna: Nýliðar Víkings fara vel af stað – Blikar með sannfærandi sigur
433Sport
Í gær

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum