fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
433Sport

Benedikt með æluna upp í háls og segir: „Hljóta að vera lélegustu kennarar í heimi“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður á Fréttablaðinu var með æluna upp í háls þegar hann horfði á sjónvarp sitt um helgina, Benedikt var þá að horfa á leik í efstu deild karla í knattspyrnu.

Benedikt fór yfir málið í sjónvarpsþætti 433 sem frumsýndur var á Hringbraut í gær og þar fengu markmannsþjálfarar, vörubílstjórar og fleiri að finna fyrir því.

„Ég gubbaði aðeins upp í mig þegar ég horfði á Fylkir – Stjarnan. Ég sá mark Stjörnunnar og hvernig það kom, aukaspyrna 40 metrum frá teignum, það er ekki einu sinni þrumað inn í teig. Gamli góði fallhlífar boltinn, ég taldi niður 10,9,8,7 og las síðan Fréttablaðið. Ég var komin í mitt blað þegar ég leit upp og sá að það var skallað og markmaðurinn var á línunni, þetta var afskaplega lélegt. Það er ekkert hægt að fegra það, það er hægt að æfa þetta,“ sagði Benedikt ómyrkur í máli en ummæli hans má sjá hér að neðan.

Benedikt hefur áhyggjur af stöðu markvarða á Íslandi, hann telur einnig að íslenskir markmannsþjálfarar séu ekki starfi sínu vaxnir.

„Markmaðurinn getur staðið framar, þú getur ekki kennt hugrekki en getur kennt hvað á að gera. Það eru sjö umferðir búnar, þetta er maður búinn að sjá. Markmenn á Íslandi eru ekki á góðum stað, þá fer maður að velta fyrir sér markmannsþjálfun. Er hún ekki bara svona og meirapróf í umferðinni, þeir sem eru að kenna meirapróf hljóta að vera lélegustu kennarar í heimi. Það hlýtur að vera, það er ekki til góður bílstjóri á flutninga eða vörubíl á Íslandi,“ sagði Benedikt.

„Það eru búin að vera nokkur augnablik í þessum umferðum, þar sem maður sér og hugsar hvort það sé ekki verið að kenna þeim eitt eða neitt.“

Markmannsþjálfarar þurfa að vera til taks í leyfiskerfi KSÍ en Benedikt telur að breyta þurfi til á flestum stöðum. „Það er ekkert sem segir mér að þetta sé búið að vera í leyfiskerfinu í nokkur ár, það er komin ágætis reynsla á markmannsþjálfara. Á þessum COVID tímum þar sem þú þarft að telja hverja krónu, burt með þessa menn eða ráða nýja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vill sjá þjóðina sameinast eins og árið 2018 – ,,Það var ótrúlegt sumar“

Vill sjá þjóðina sameinast eins og árið 2018 – ,,Það var ótrúlegt sumar“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Freyr tekur við Lyngby

Freyr tekur við Lyngby
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svart yfir Kópavoginum – ,,Staðan er grafalvarleg“

Svart yfir Kópavoginum – ,,Staðan er grafalvarleg“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guðjón tjáði sig um keppnisandann hér heima – ,,Þá erum við karlrembur og gamlir, miðaldra, hvítir karlar sem eru að stuðla að óeiningu í samfélaginu“

Guðjón tjáði sig um keppnisandann hér heima – ,,Þá erum við karlrembur og gamlir, miðaldra, hvítir karlar sem eru að stuðla að óeiningu í samfélaginu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Harkaleg mótmæli verða til þess að þetta verður ekki næsti stjóri Gylfa

Harkaleg mótmæli verða til þess að þetta verður ekki næsti stjóri Gylfa
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rio ósáttur eftir að hann sá peysuna sem sonur Rooney notar

Rio ósáttur eftir að hann sá peysuna sem sonur Rooney notar
433Sport
Í gær

Fundarhöld í Kaplakrika – Framtíð Loga hangir á bláþræði og Óli Jó stendur í gættinni

Fundarhöld í Kaplakrika – Framtíð Loga hangir á bláþræði og Óli Jó stendur í gættinni
433Sport
Í gær

Harka færist í Sancho leikinn

Harka færist í Sancho leikinn