fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Þetta er ríkasti knattspyrnumaður í heimi

Helga Jónsdóttir
Föstudaginn 18. júní 2021 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faiq Bolkiah er ríkasti fótboltamaður í heimi. Hann er 23 ára gamall og spilar fyrir Maritimo í Portgúal. Hann var á mála hjá Leicester City frá 2016-2020 og þá var hann bæði í unglingaliði Chelsea og Arsenal.

Vængmaðurinn er einn af erfingjum Hassanal Bolkiah sem er metinn á 13 milljarða punda. Hann á því meira á bankabókinni en stórstjörnurnar Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.

Þrátt fyrir að koma úr svona ríkri fjölskyldu og vera hluti af konungsfjölskyldu Brunei þá hefur það ekki stoppað kappann frá því að reyna fyrir sér í fótboltanum.

Hann eyddi löngum tíma á Englandi en náði þó ekki að spila leik í aðalliði. Hann hefur spilað sex landsleiki fyrir Brunei og skorað eitt mark.

Faiq Bolkiah ólst upp með gullskeið í munni en faðir hans er þekktur fyrir eyða svakalegum fjárhæðum og var þekktur sem glaumgosi konungsfjölskyldunnar í Brunei.

Á einum tímapunkti eyddi faðir hans um 35 milljónum punda á mánuði í bíla og úr og um einni milljón punda í karaókí partý með fallegum konum. Talið er að faðir hans hafi átt um 2300 bíla þegar hæst bar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United
433Sport
Í gær

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar