fbpx
Fimmtudagur 05.ágúst 2021
433Sport

Lengjudeild karla: Góður heimasigur ÍBV – Kórdrengir sóttu þrjú stig norður

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 18. júní 2021 19:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er nýlokið í 7. umferð Lengjudeildar karla.

ÍBV tók stór þrjú stig

ÍBV tók á móti Fjölni í áhugaverðum slag. Heimamenn unnu góðan sigur.

Sigurður Grétar Benónýsson gerði eina mark leiksins á 18. mínútu og tryggði ÍBV sigurinn.

Með sigrinum fóru Eyjamenn upp fyrir Fjölni og í fjórða sæti deildarinnar, með 13 stig. Fjölnismenn eru með jafnmörg stig sæti neðar en með verri markatölu.

Kórdrengir gefa ekkert eftir

Kórdrengir unnu útisigur gegn Þór.

Jafnt var eftir fyrri hálfleikinn. Eina mark leiksins lét sjá sig þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Þá skoraði Þórir Rafn Þórisson.

Kórdrengir eru komnir upp í annað sæti deildarinnar með 14 stig. Þór er aðeins með 7 stig í níunda sæti, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Aston Villa hefur valið arftaka Grealish – Mun reynast dýrt

Aston Villa hefur valið arftaka Grealish – Mun reynast dýrt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu markið: Kristian Nökkvi skoraði fyrir aðallið Ajax gegn Leeds

Sjáðu markið: Kristian Nökkvi skoraði fyrir aðallið Ajax gegn Leeds
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea tilbúið að losa sig við ellefu leikmenn til að auðvelda kaupin á Lukaku

Chelsea tilbúið að losa sig við ellefu leikmenn til að auðvelda kaupin á Lukaku
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Virtur blaðamaður staðfestir áhuga Man Utd

Virtur blaðamaður staðfestir áhuga Man Utd