fbpx
Miðvikudagur 28.júlí 2021
433Sport

Ramos ósáttur við endalokin hjá Madrid

Helga Katrín Jónsdóttir
Fimmtudaginn 17. júní 2021 20:20

Sergio Ramos á sínum síðasta blaðamannafundi hjá Real Madrid

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergio Ramos hefur yfirgefið Real Madrid en félagið tilkynnti þetta í gær. Í dag var blaðamannafundur fyrir Ramos þar sem hann kvaddi stuðningsmenn félagsins.

Hann var mjög hreinskilinn á blaðamannafundinum og sagðist ekki vilja yfirgefa félagið. Hann hafi samþykkt samning frá Real Madrid eftir smá umhugsun en þá hafi samningurinn verið útrunninn og ekki lengur í boði.

„Síðustu mánuði bauð Real Madrid mér 1 árs framlenginu með 10% lægri launum. Ég vildi semja í 2 ár en að lokum ákvað ég að samþykkja þeirra tilboð. Þá var samningurinn ekki lengur í boði og hafði runnið út, eitthvað sem ég vissi ekkert um,“ sagði Ramos á blaðamannafundi.

Ramos hefur ekki enn ákveðið næstu skref en útilokaði að vera á leið til Sevilla.

„Ég hef fengið nokkur símtöl frá áhugasömum klúbbum. Leitin mun hefjast núna. Sevilla er ekki möguleiki eins og staðan er núna.“

„Ég vildi aldrei yfirgefa Real Madrid, mig hefur alltaf langað að vera hérna.“

„Ég sé ykkur fljótt aftur. Fyrr eða síðar mun ég snúa til baka. Madrid verður alltaf í hjarta mínu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Manchester City sagt undirbúa fyrsta tilboð sitt í Grealish

Manchester City sagt undirbúa fyrsta tilboð sitt í Grealish
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Chelsea gæti sent leikmann í hina áttina til þess að krækja í Kounde

Chelsea gæti sent leikmann í hina áttina til þess að krækja í Kounde
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pepsi Max-deild kvenna: Þróttur átti ekki í vandræðum með Keflavík

Pepsi Max-deild kvenna: Þróttur átti ekki í vandræðum með Keflavík
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lengjudeild kvenna: Toppliðið jafnaði á lokamínútum leiksins

Lengjudeild kvenna: Toppliðið jafnaði á lokamínútum leiksins
433Sport
Í gær

Skipti Rúnars í hættu – Tyrkneska félagið ekki tilbúið að borga lánsfé sem Arsenal biður um

Skipti Rúnars í hættu – Tyrkneska félagið ekki tilbúið að borga lánsfé sem Arsenal biður um
433Sport
Í gær

Adam sáttur í Víkinni – ,,Vonandi styttist í tækifærið“

Adam sáttur í Víkinni – ,,Vonandi styttist í tækifærið“