fbpx
Mánudagur 26.júlí 2021
433Sport

Szczesny alltaf í vandræðum í fyrsta leik á EM

Helga Katrín Jónsdóttir
Miðvikudaginn 16. júní 2021 07:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Szczesny hefur ekki átt sjö dagana sæla þegar kemur að Evrópumótinu í knattspyrnu. Hann er aðalmarkvörður pólska landsliðsins og lenti í því leiðinlega atviki að skora sjálfsmark í gær, sem reyndist vera fyrsta sjálfsmark markvarðar í sögu EM. Robert Mak hafði gert vel og tók skotið sem fór í stöng, í Szcezny og þaðan í markið.

Þetta var þriðja skiptið sem leikmaðurinn hefur spilað á EM og alltaf hefur honum gengið illa í fyrsta leik.

Árið 2012 voru Pólverjar gestgjafar mótsins ásamt Úkraínu og hófu Pólverjar leik gegn Grikkjum. Szczesny byrjaði í markinu og gaf fyrsta markið og fékk svo rautt spjald seinna í leiknum og gaf vítaspyrnu. Hann spilaði ekki fleiri leiki á því móti.

Árið 2016 var heldur ekki gott fyrir kappann en hann spilaði í 1-0 sigri gegn Norður-Írum í fyrsta leik. Hann meiddist í leiknum og gat ekki tekið þátt meira í mótinu.

Pólland spilar næst gegn Spánverjum á laugardaginn og loks gegn Svíum á miðvikudaginn í næstu viku. Szczesny hefur því enn tækifæri á að snúa EM sér í hag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rooney hringdi á lögreglu vegna myndanna – Segist ekki hafa gert neitt rangt

Rooney hringdi á lögreglu vegna myndanna – Segist ekki hafa gert neitt rangt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Myndir: Giftur Rooney fór ofurölvi á hótelherbergi með tvítugum stúlkum – Móðir einnar þeirra tjáir sig

Myndir: Giftur Rooney fór ofurölvi á hótelherbergi með tvítugum stúlkum – Móðir einnar þeirra tjáir sig
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fallegt framtak í Rúmeníu – Þakka stuðningsmönnum með því að setja nöfn þeirra á búninginn

Fallegt framtak í Rúmeníu – Þakka stuðningsmönnum með því að setja nöfn þeirra á búninginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pepsi Max-deild karla: Lennon sá um Skagamenn – Dýrmæt stig KA

Pepsi Max-deild karla: Lennon sá um Skagamenn – Dýrmæt stig KA