fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Szczesny alltaf í vandræðum í fyrsta leik á EM

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 16. júní 2021 07:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Szczesny hefur ekki átt sjö dagana sæla þegar kemur að Evrópumótinu í knattspyrnu. Hann er aðalmarkvörður pólska landsliðsins og lenti í því leiðinlega atviki að skora sjálfsmark í gær, sem reyndist vera fyrsta sjálfsmark markvarðar í sögu EM. Robert Mak hafði gert vel og tók skotið sem fór í stöng, í Szcezny og þaðan í markið.

Þetta var þriðja skiptið sem leikmaðurinn hefur spilað á EM og alltaf hefur honum gengið illa í fyrsta leik.

Árið 2012 voru Pólverjar gestgjafar mótsins ásamt Úkraínu og hófu Pólverjar leik gegn Grikkjum. Szczesny byrjaði í markinu og gaf fyrsta markið og fékk svo rautt spjald seinna í leiknum og gaf vítaspyrnu. Hann spilaði ekki fleiri leiki á því móti.

Árið 2016 var heldur ekki gott fyrir kappann en hann spilaði í 1-0 sigri gegn Norður-Írum í fyrsta leik. Hann meiddist í leiknum og gat ekki tekið þátt meira í mótinu.

Pólland spilar næst gegn Spánverjum á laugardaginn og loks gegn Svíum á miðvikudaginn í næstu viku. Szczesny hefur því enn tækifæri á að snúa EM sér í hag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fylkir kaupir Sigurberg frá Stjörnunni

Fylkir kaupir Sigurberg frá Stjörnunni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fer De Bruyne til Sádí Arabíu í sumar?

Fer De Bruyne til Sádí Arabíu í sumar?