fbpx
Fimmtudagur 29.júlí 2021
433Sport

Fabregas rifjar upp skemmtilega sögu af Kante

Helga Katrín Jónsdóttir
Mánudaginn 14. júní 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

N´Golo Kante hefur slegið í gegn hjá Chelsea og Frakklandi síðustu ár. Hann er ekki bara góður inni á vellinum heldur er hann einnig þekktur fyrir góðmennsku sína utan vallar.

Cesc Fabregas, fyrrum leikmaður Chelsea, sagði nýlega frá því í Í Daily Telegraph hversu góður maður Kante er.

Kante lenti í bílslysi á Mini Cooper bílnum sínum á leið á æfingu morgun einn í janúar 2018. Kante slasaðist ekki í árekstrinum og tók sér tíma til þess að spjalla við aðdáendur á götunni á meðan gengið var frá trygginamálum.

Þetta þýddi að Kante kom seint á æfingu Chelsea og sagði Fabregas að þetta hefði sýnt hve góðhjartaður hann er.

„Það vita allir að hann er góð manneskja,“ skrifaði Fabregas í Daily Telegraph.

„Einn daginn hittumst við um morguninn og áttum að spila seinna um daginn og allir voru að spyrja hvar N´Golo væri þar sem hann var alltaf stundvís.“

„Þegar hann kom að lokum klöppuðu allir og Rudiger spurði hvað hefði gerst.“

„Þá sagði hann okkur að hann hefði lent í bílslysi og sumir höfðu ekki trúað því að þetta væri hann og vildu fá myndir og hann vildi vera kurteis við þá sem voru þarna. Bíllinn var mikið skemmdur en hann stoppaði samt fyrir myndatökur, þrátt fyrir að hann væri orðinn seinn.“

Kante er nú með franska landsliðinu sem hefur leik á morgun gegn Þýskalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rio Ferdinand nefnir þá tvö vanmetnustu sem hann lék með hjá Man Utd – ,,Makalele síns tíma“

Rio Ferdinand nefnir þá tvö vanmetnustu sem hann lék með hjá Man Utd – ,,Makalele síns tíma“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fleiri smit í boltanum – Leik frestað

Fleiri smit í boltanum – Leik frestað
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Virtur blaðamaður með högg í maga stuðningsmanna Liverpool

Virtur blaðamaður með högg í maga stuðningsmanna Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lítur ansi illa út eftir eftir að gamalt tíst var rifjað upp – Hraunaði yfir menn sem beita konur ofbeldi en er nú sakaður um það sjálfur

Lítur ansi illa út eftir eftir að gamalt tíst var rifjað upp – Hraunaði yfir menn sem beita konur ofbeldi en er nú sakaður um það sjálfur