fbpx
Sunnudagur 01.ágúst 2021
433Sport

Hversu vel manst þú eftir Íslandi á EM? Taktu prófið!

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 12. júní 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 5 árum tók Ísland þátt í sínu fyrsta stórmóti í fótbolta, þegar Evrópumótið fór fram í Frakklandi. Ísland kom öllum á óvart og komst alla leið í átta liða úrslit þar sem við töpuðum gegn heimamönnum.

Flestir fylgdust með hverri mínútu af hverjum einasta leik en nú er spurning hvort fólk muni eftir mótinu. Þar sem Ísland komst ekki á mótið í ár eftir tap gegn Ungverjalandi í umspilsleik er gott að rifja upp fornafrægð og sjá hverjir muna enn eftir mótinu nú fimm árum seinna.

Vonandi gengur þér sem best enda ætti þetta mót að vera í manna minnum í mörg ár.

Hvað var sérstakt við markvörð Ungverjalands sem spilaði gegn Íslandi á mótinu?

Einn leikmaður var í banni á móti Austurríki eftir að hafa fengið gult í fyrstu tveimur leikjunum, hver var það?

Hver skoraði mark Portúgala gegn Íslandi?

Hvaða leikmaður Frakka skoraði tvö mörk gegn Íslandi?

Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður í einum leik í riðlinum, gegn hverjum var það?

Gegn hverjum spilaði Ísland í fyrsta leik sínum á EM í sögunni?

Leikmaður Íslands vakti athygli þegar hráki hans misheppnaðist innilega, hver var það?

Hver skoraði fyrra mark Íslands gegn Austurríki?

Hver lagði upp sigurmark Íslands gegn Austurríki á mótinu?

Hver skoraði fyrsta mark Íslands á EM 2016?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fulltrúar Saul fá leyfi til að ræða við Man Utd og Liverpool

Fulltrúar Saul fá leyfi til að ræða við Man Utd og Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Launum stórstjörnu lekið í fjölmiðla – Fær fólk til að missa hökuna í gólfið

Launum stórstjörnu lekið í fjölmiðla – Fær fólk til að missa hökuna í gólfið