fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
433Sport

Óeining í franska hópnum – Skærasta stjarna hópsins í fýlu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 08:35

Kylian Mbappe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óeining í franska landsliðshópnum nú nokkrum dögum fyrir Evrópumótið, franskir fjölmiðlar segja að það andi köldu á milli Kylian Mbappe og Olivier Giroud.

Ósætti þeirra á milli sást greinilega í æfingaleik gegn Búlgaríu á þriðjudag, þar vann Frakkland fínan 3-0 sigur.

Í leiknum tengdu Mbappe og Giroud ekki vel og var hinn stóri og stæðilegi Giroud verulega ósáttur með Mbappe. „Stundum tekur þú hlaup en boltinn kemur ekki, kannski getum við fundið hvorn annan betur,“ sagði Giroud að leik loknum og orðum hans beint til Mbappe.

Líkamstjáning Mbappe í leiknum var slæm og var hann ósáttur þegar Didier Deschammps tók hann af velli. Mbappe var svo brjálaður út í Giroud fyrir að hafa verið að ræða málin við fjölmiðla.

Segja franskir miðlar að Mbappe hafi verið verulega óhress og íhuga að boða blaðamannafund til að segja frá óánægju sinni, franska sambandinu tókst að koma í veg fyrir það.

Frakkar urðu Heimsmeistarar fyrir þremur árum og eru til alls líklegir á EM ef stemmingin í hópnum er í lagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni um aumingjans mennina í Hafnarfirði: „Fengu ekki borguð launin sín og það var vandamál“

Máni um aumingjans mennina í Hafnarfirði: „Fengu ekki borguð launin sín og það var vandamál“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brandon má fara

Brandon má fara
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir það hafa verið erfiðara að mæta upp á Skaga en að heimsækja Lewandowski og félaga

Segir það hafa verið erfiðara að mæta upp á Skaga en að heimsækja Lewandowski og félaga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pepsi Max-deild kvenna: Breiðablik rúllaði yfir Selfoss – Fylkir vann Þrótt

Pepsi Max-deild kvenna: Breiðablik rúllaði yfir Selfoss – Fylkir vann Þrótt
433Sport
Í gær

Pepsi Max-deild kvenna: Öruggur sigur Stjörnunnar – Óvænt jafntefli á Hlíðarenda

Pepsi Max-deild kvenna: Öruggur sigur Stjörnunnar – Óvænt jafntefli á Hlíðarenda
433Sport
Í gær

Stingur félag sitt í bakið og semur við erkifjendurna

Stingur félag sitt í bakið og semur við erkifjendurna
433Sport
Í gær

EM 2020: Holland og Austurríki áfram – Úkraína þarf að bíða

EM 2020: Holland og Austurríki áfram – Úkraína þarf að bíða
433Sport
Í gær

Tottenham kastaði fyrsta tilboði City í ruslið

Tottenham kastaði fyrsta tilboði City í ruslið