fbpx
Sunnudagur 13.júní 2021
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Nýliðarnir skelltu Stjörnunni

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 21:32

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson, Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keflavík tók á móti Stjörnunni í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Nýliðarnir unnu nokkuð óvæntan 2-0 sigur. Þetta var fyrsti leikur Stjörnunnar eftir uppsögn Rúnars Páls Sigmundssonar í vikunni. Þorvaldur Örlygsson stýrir liðinu nú.

Heimamenn byrjuðu leikinn betur og eftir tuttugu mínútur fengu þeir vítaspyrnu. Það var ansi umdeildur dómur þá. Haraldur Björnsson hafði rokið úr marki Stjörnunnar til þess að hreinsa í innkast. Keflvíkingar voru fljótir að taka innkastið og var Haraldur enn að hlaupa til baka þegar Kian Williams fékk boltann inni á teig. Brynjar Gauti Guðjónsson virtist svo stjaka við Williams, sem lenti á Haraldi og brot dæmt.

Frans Elvarsson þurfti að koma boltanum tvisvar í netið úr vítaspyrnunni þar sem sú fyrri var dæmd ógild vegna hreyfingar á boltanum. Seinni spyrnan var þó góð og gild.

Staðan í hálfleik var 1-0.

Snemma í seinni hálfleik tvöfölduðu heimamenn forystu sína. Williams skoraði þá eftir fyrirgjöf frá Ástbirnir Þórðarsyni.

Gestirnir voru ekki líklegir til að minnka muninn í seinni hálfleik. Enda gerðu þeir það ekki. Glæsilegur 2-0 sigur Keflavíkur staðreynd.

Keflvíkingar eru með 3 stig eftir tvær umferðir. Stjarnan er aðeins með 1 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eriksen féll til jarðar og skyndihjálp var beitt – Heimurinn biður fyrir honum

Eriksen féll til jarðar og skyndihjálp var beitt – Heimurinn biður fyrir honum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Modric segir enskt fjölmiðlafólk sýna hroka

Modric segir enskt fjölmiðlafólk sýna hroka
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íslendingar í útlöndum: Brynjólfur á toppinn í Noregi – Bjarni Mark og félagar í vandræðum í Svíþjóð

Íslendingar í útlöndum: Brynjólfur á toppinn í Noregi – Bjarni Mark og félagar í vandræðum í Svíþjóð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lengjudeild karla: Vestri með flottan heimasigur

Lengjudeild karla: Vestri með flottan heimasigur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir Rooney vera einn af fimm bestu í sögunni hið minnsta

Segir Rooney vera einn af fimm bestu í sögunni hið minnsta
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta eru metin sem hinn magnaði Ronaldo getur bætt á EM

Þetta eru metin sem hinn magnaði Ronaldo getur bætt á EM
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

KSÍ kynnir nýjan vallarþul til leiks

KSÍ kynnir nýjan vallarþul til leiks
433Sport
Í gær

,,Ekki oft sem ég efast um kynhneigð mína en stundum bara kemur það fyrir þarna“

,,Ekki oft sem ég efast um kynhneigð mína en stundum bara kemur það fyrir þarna“
433Sport
Í gær

EM 2020: Algjörir yfirburðir Ítala í opnunarleiknum

EM 2020: Algjörir yfirburðir Ítala í opnunarleiknum