fbpx
Föstudagur 11.júní 2021
433Sport

Biðst afsökunar á brosinu sem gerði alla brjálaða

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. maí 2021 12:00

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea tók á móti Real Madrid í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í vikunni. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og Chelsea vann í gær 2-0 sigur og er því komið áfram í úrslitaleikinn með samanlögðum 3-1 sigri úr einvíginu. Leikur kvöldsins fór fram á Stamford Bridge í Lundúnum. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 28. mínútu, það skoraði Timo Werner eftir stoðsendingu frá Kai Havertz. Það var síðan miðjumaðurinn Mason Mount, sem innsiglaði 2-0 sigur Chelsea og sæti í úrslitaleiknum með marki á 85. mínútu eftir stoðsendingu frá Christian Pulisic.

Eden Hazard fyrrum leikmaður Chelsea var í liði Real Madrid í leiknum en mikil reiði er á Spáni með hegðun hans eftir leik. Hazard sást þar brosandi og í góðu stuði eftir að lið hans féll úr leik.

„Ég biðst afsökunar, ég hef lesið mikið um mig eftir þetta og ég ætlaði ekki að vanvirða stuðningsmenn Real Madrid,“ sagði Hazard um málið í yfirlýsingu.

„Það hefur alltaf verið draumur minn að spila fyrir Real Madrid og ég kom hingað til að vinna. Tímabilið er ekki búið og saman verðum við að berjast til að vinna La Liga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Boðhlaup BYKO
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Einkalíf Rúriks á forsíðum allra stærstu blaða: Sannleikurinn um meint framhjáhald opinberaður

Einkalíf Rúriks á forsíðum allra stærstu blaða: Sannleikurinn um meint framhjáhald opinberaður
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hefur samþykkt að þéna yfir 15 milljarða á næstu fimm árum

Hefur samþykkt að þéna yfir 15 milljarða á næstu fimm árum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ætla ekki að krjúpa á kné fyrir leiki á Evrópumótinu

Ætla ekki að krjúpa á kné fyrir leiki á Evrópumótinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lengjudeild karla: Fram algjörlega óstöðvandi – Ótrúleg dramatík í Grafarvogi

Lengjudeild karla: Fram algjörlega óstöðvandi – Ótrúleg dramatík í Grafarvogi
433Sport
Í gær

Allir aðilar vongóðir um að samningar náist

Allir aðilar vongóðir um að samningar náist
433Sport
Í gær

Stelpurnar að verða klárar í slaginn fyrir tvo mikilvæga leiki

Stelpurnar að verða klárar í slaginn fyrir tvo mikilvæga leiki
433Sport
Í gær

Ronaldo hafður að háð og spotti – Sjáðu hræðilega aukaspyrnu hans

Ronaldo hafður að háð og spotti – Sjáðu hræðilega aukaspyrnu hans
433Sport
Í gær

Englendingar bjartsýnir eftir tíðindi af æfingu dagsins

Englendingar bjartsýnir eftir tíðindi af æfingu dagsins