fbpx
Sunnudagur 13.júní 2021
433Sport

2. deild karla: Dramatískar lokamínútur í stórleiknum – Nýliðarnir unnu Hauka

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 7. maí 2021 21:31

Bjarni Jó stýrði Njarðvík í sínum fyrsta leik í 2. deildinni. Mynd/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

2. deild karla fór af stað í kvöld með tveimur leikjum. Njarðvík og Þróttur Vogum gerðu jafntefli í markaleik á meðan nýliðarnir í Reyni Sandgerði unnu Hauka.

Liðin sem margir spá upp skildu jöfn

Njarðvík komst yfir efir um stundarfjórðung á heimavelli sínum gegn Þrótti Vogum. Þar var að verki Kenneth Hogg. Næsta mark lét bíða eftir sér þar til rúmur klukkutími var liðinn af leiknum. Þá skoraði Zoran Plazonic. Ragnar Þór Gunnarsson minnkaði muninn fyrir Þrótt á 75. mínútu en Hogg skoraði sitt annað mark skömmu síðar. Þrátt fyrir að heimamenn hafi verið komnir í góða stöðu tókst Hermanni Hreiðarssyni og félögum að jafna. Ruben Lozano Ibancos minnkaði muninn fyrir þrótt áður en Hubert Rafal Kotus jafnaði. Lokatölur 3-3 á milli þessara liða sem margir spá góðu gengi í sumar.

Slæm byrjun hjá Haukum

Haukar tóku á móti Reyni Sandgerði. Strahinja Pajic kom gestunum yfir þegar tæpar 20 mínútur lifðu leiks. Magnús Þór Matthíasson gulltryggði svo sigur þeirra af vítapunktinum undir lok leiks. Slæmt tap fyrir Hauka sem eru á sínu öðru tímabili í 2. deild eftir að hafa fallið úr næstefstu deild árið 2019. Hins vegar eru þetta virkilega sterk stig fyrir nýliða Reynis á útivelli í fyrsta leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu myndina: Svaraði karlrembu fullum hálsi – ,,Hún er best á settinu fíflið þitt“

Sjáðu myndina: Svaraði karlrembu fullum hálsi – ,,Hún er best á settinu fíflið þitt“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslenska þjóðin sýnir enska liðinu mikinn áhuga: Heimkoma fótboltans, sokkur og geggjaður Kalvin

Íslenska þjóðin sýnir enska liðinu mikinn áhuga: Heimkoma fótboltans, sokkur og geggjaður Kalvin
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að erfitt hefði verið að fresta leiknum – ,,Svo margt sem þarf að hafa í huga“

Segir að erfitt hefði verið að fresta leiknum – ,,Svo margt sem þarf að hafa í huga“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skilur ekkert hvers vegna Eriksen hneig niður – ,,Hefur enga tengingu við bóluefni“

Skilur ekkert hvers vegna Eriksen hneig niður – ,,Hefur enga tengingu við bóluefni“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir sögusagnir um Andra ósannar og útskýrir misskilninginn – ,,Skil vel að Kela hafi svelgst á kaffinu sínu“

Segir sögusagnir um Andra ósannar og útskýrir misskilninginn – ,,Skil vel að Kela hafi svelgst á kaffinu sínu“
433Sport
Í gær

Var alls ekki sáttur með útsendinguna frá atburðarásinni skelfilegu – ,,Hún er bara galin“

Var alls ekki sáttur með útsendinguna frá atburðarásinni skelfilegu – ,,Hún er bara galin“
433Sport
Í gær

Pepsi Max-deild karla: Fyrsti sigur Stjörnunnar – Nikolaj afgreiddi FH

Pepsi Max-deild karla: Fyrsti sigur Stjörnunnar – Nikolaj afgreiddi FH
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Danir sneru aftur á völlinn við lófatak andstæðinga sinna

Sjáðu myndbandið: Danir sneru aftur á völlinn við lófatak andstæðinga sinna