fbpx
Laugardagur 12.júní 2021
433Sport

„Eiður Smári var maðurinn sem maður leit upp til en svona atvikaðist þetta“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthías Vilhjálmsson, leikmaður FH var gestur í þættinum 433.is sem sýndur var á Hringbraut á dögunum. Matthías er snúinn aftur heim í íslenska boltann eftir níu ár í atvinnumennsku.

Hann fékk draumabyrjun í endurkomu sinni með FH í efstu deild karla er liðið mætti Fylki í 1. umferð deildarinnar um síðustu helgi. Matthías skoraði seinna mark FH í 2-0 sigri. Hann er ánægður með að vera kominn aftur heim.

„Það er geggjað (að vera kominn heim), gaman að koma heim og spila með vinum sínum og gaman að koma aftur í mitt lið FH, ég spilaði þarna áður í einhver átta ár þannig að þetta er bara ótrúlega gaman.“

Áður en að Matthías fór út í atvinnumennsku lék hann með FH í efstu deild. Kom aldrei til greina fyrir hann að semja við annað íslenskt lið en FH?

„Það hefur alveg verið haft samband við mig í gegnum árin og þegar að það spurðist út að ég væri að flytja heim, þá höfðu nokkur lið samband. Þegar að ég hugsaði þetta betur og betur þá langaði mig bara að fara í FH.“

Vann allt sem hægt var að vinna

Matthías var mjög sigursæll með Rosenborg og vann nánast allt sem hægt var að vinna með liðinu í Noregi.

„Það var súreallískt að vera í Rosenborg á þessum tíma, við unnum allt sem var í boði fyrir utan einn bikarmeistaratitil. Þetta var ótrúlegur tími og þvílíkt skemmtilegur líka. Rosenborg hafði fyrir þenna tíma verið í smá lægð. Þegar að ég kem eru þeir komnir með þjálfara sem kemur frá svæðinu, við náum að búa til stemmningu með fullt af gæðaleikmönnum og það bara smellur allt saman.“

GettyImages

Covid-19 faraldurinn hafði áhrif á ákvörðun Matthíasar um að snúa aftur heim til Íslands.

„Ég hefði alveg geta verið áfram úti en þegar að Covid byrjaði fór ég að fá meiri heimþrá og það sama má segja um fjölskyldu mína. Börnin mín eru að verða eldri og mig langaði að flytja heim líka á meðan ég gæti ennþá eitthvað í fótbolta. Það voru ýmsir þættir sem spiluðu inn í þessa ákvörðun.“

Segir Eið Smára besta knattspyrnumann Íslands frá upphafi

Þegar að Matthías samdi á ný við FH var Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari liðsins. Honum var hins vegar seinna meir boðið að gerast aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og þáði það boð. Matthías skilur ákvörðun Eiðs um að taka starfinu en ljóst er að hann lítur mikið upp til hans.

Logi Ólafsson tók við starfinu sem aðalþjálfari FH í kjölfar brotthvarfs Eiðs og honum til aðstoðar er fyrrum samherji Matthíasar hjá FH, Davíð Þór Viðarsson.

„Eiður Smári er að mínu mati besti knattspyrnumaður Íslandssögunnar, frábær karakter og það hefði verið gaman að geta hlustað á reynslusögur hans. Ég var hins vegar bara búinn að ákveða að koma heim, Logi og Davíð eru að gera flotta hluti. Eiður fékk bara boð um að þjálfa hjá landsliðinu, ég er alveg sami FH-ingurinn þrátt fyrir það. Þegar að maður var ungur var Eiður maðurinn sem maður leit upp til en svona atvikaðist þetta bara.“

GettyImages

„Davíð tuðar mikið en hann er frábær karakter fyrst og fremst. Hann er sigurvegari og það er munur á honum sem leikmanni og sem þjálfari. Hann leiðbeinir okkur meira núna og þrýstir á okkur ef við þurfum að gera betur.“

Markmiðið að berjast um titla

FH kom inn í mótið sem ákveðið spurningarmerki. Liðinu hafði ekki gengið nægilega vel á undirbúningstímabilinu.

„Úrslitin í vetur voru náttúrulega ekkert sérstaklega góð og við vorum að glíma við meiðsli. Síðustu tvo mánuði höfum við verið að endurheimta flesta úr meiðslum og við verðum bara betri og betri eftir því sem líður á. Þegar að leikirnir fara að telja þarf maður að vera góður.“

FH vann 2-0 útisigur í 1. umferð Pepsi-Max deild karla um síðustu helgi og Matthías skoraði í endurkomu sinni í íslenska boltann

„Úrslitin í vetur voru ekki sérstök þannig að við fórum inn í mótið með nokkur spurningamerki en maður gerir þá á nánast á hverju einasta tímabili. Það er alltaf smá fiðringur í maganum og maður veit að fyrsti leikurinn er töluverð slaksmál. Við gerðum þetta fagmannlega og unnum sanngjarnan sigur og erum mjög sáttir með það.“

Honum er létt að hafa komist strax á blað með FH

„Það var léttir en mesti léttirinn var sá að við unnum leikinn og gátum sýnt að við séum gegnheilir strax. En það er gott að skora í fyrsta leik.“

FH var mjög sigursælt þegar Matthías spilaði með þeim fyrir nokkrum árum en síðan þá hefur ekki gengið eins vel hjá liðinu. Matthías segir að krafan sé samt alltaf að berjast um titla

„FH hefur skapað það umhverfi síðan kannski rétt eftir aldamótin að vera þarna uppi og allavegana berjast um titilinn. Síðasta tímabil var ekki eins slæmt og sumir vilja meina. Liðið var í 2. sæti og var á leiðinni í undanúrslit í bikarnum og hver veit hvernig það hefði endað. FH vill vera að berjast um titil á hverju ári en við gerum okkur grein fyrir því að það eru mörg frambærileg lið í þessari deild og að þetta verður erfitt. Markmiðið er hins vegar að vera berjast þarna uppi.“

Mætir sínum gamla þjálfara á sunnudaginn

FH tekur á móti Íslandsmeisturum Vals á sunnudaginn en margir spá því að Valur verji Íslandsmeistaratitilinn.

„Það verður flottur og erfiður leikur, gaman að fá Heimi Guðjónsson í Kaplakrika, hann er einn færasti þjálfari landsins. Þetta verður hörku leikur, fyrsti heimaleikur okkar og við hlökkum mikið til.“

Matthías spilaði undir stjórn Heimis á sínum tíma hjá FH og þekkir vel til hans. Heimir vill spila mikla skák inn á knattspyrnuvellinum og Matthías þekkir það.

„Ég tefldi einmitt mjög oft við hann í gamla daga og veit að hann er mikill skákmaður. Hann þekkir FH-liðið mjög vel en við þekkjum líka hann. Davíð og Logi þekkja hann og Valsliðið mjög vel, þetta verður hörku leikur og við verðum að vera á tánum.“

Viðtalið við Matthías og þátt 433.is í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sancho og hans fólk telur það klappað og klárt að hann fari til United

Sancho og hans fólk telur það klappað og klárt að hann fari til United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fonseca tekur við Tottenham

Fonseca tekur við Tottenham
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Pogba segist ekki hafa fengið neitt boð frá United um nýjan samning

Pogba segist ekki hafa fengið neitt boð frá United um nýjan samning
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mourinho velur byrjunarlið enska landsliðsins – Kaldar kveðjur á leikmenn United

Mourinho velur byrjunarlið enska landsliðsins – Kaldar kveðjur á leikmenn United
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt atvik: Lenti á knattspyrnuvelli með fallhlíf í miðjum leik – Fékk gult spjald

Sjáðu ótrúlegt atvik: Lenti á knattspyrnuvelli með fallhlíf í miðjum leik – Fékk gult spjald
433Sport
Í gær

2. deild karla: Reynir á toppinn eftir sigur á Þrótti Vogum – Tíu leikmenn Hauka björguðu stigi

2. deild karla: Reynir á toppinn eftir sigur á Þrótti Vogum – Tíu leikmenn Hauka björguðu stigi