fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Þurftu lögreglufylgd á flugvöllinn í ljósi mótmælanna um síðustu helgi

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United, þurfti á lögreglufylgd að halda á leið sinni á flugvöllinn í Manchester þaðan sem liðið hélt til Rómar sökum undanúrslitaleiksins við heimamenn sem fram fer á morgun.

Mótmæli stuðninsmanna Manchester United á sunnudaginn þóttu gefa ástæðu til þess að auka við þá gæslu sem liðið fær þessa dagana.

Stuðningsmenn Manchester United, sem hafa verið að mótmæla eignarhaldi Glazer-fjölskyldunnar á félaginu, brutu sér leið inn á heimavöll liðsins, Old Trafford á sunnudaginn með þeim afleiðingum að fresta þurfti leiknum.

Mynd: AFP

Uppspretta mótmælanna er óánægja stuðningsmanna Manchester United með eignarhald Glazer fjölskyldunnar á félaginu. Almenn óánægja með eigendur félagsins hefur verið við líði í nokkur ár, dropinn sem fyllti mælinn var ákvörðun eigendanna um að Manchester United gerðist stofnaðili að Ofurdeildinni, deild sem á endanum ekkert varð af.

Leikmenn og starfslið Manchester United komst klakklaust áleiðis á flugvöllinn og mun mæta Roma á morgun í seinni leik undanúrslitanna í Evrópudeildinni. Manchester United fer með örugga forystu inn í viðureignina en fyrri leikur liðanna endaði með 6-2 sigri Manchester United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Pressan mikil á þremur liðum í þriðju umferð

Pressan mikil á þremur liðum í þriðju umferð
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Í gær

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu
433Sport
Í gær

Leikmenn Arsenal í rusli

Leikmenn Arsenal í rusli