fbpx
Laugardagur 12.júní 2021
433Sport

Þurftu lögreglufylgd á flugvöllinn í ljósi mótmælanna um síðustu helgi

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United, þurfti á lögreglufylgd að halda á leið sinni á flugvöllinn í Manchester þaðan sem liðið hélt til Rómar sökum undanúrslitaleiksins við heimamenn sem fram fer á morgun.

Mótmæli stuðninsmanna Manchester United á sunnudaginn þóttu gefa ástæðu til þess að auka við þá gæslu sem liðið fær þessa dagana.

Stuðningsmenn Manchester United, sem hafa verið að mótmæla eignarhaldi Glazer-fjölskyldunnar á félaginu, brutu sér leið inn á heimavöll liðsins, Old Trafford á sunnudaginn með þeim afleiðingum að fresta þurfti leiknum.

Mynd: AFP

Uppspretta mótmælanna er óánægja stuðningsmanna Manchester United með eignarhald Glazer fjölskyldunnar á félaginu. Almenn óánægja með eigendur félagsins hefur verið við líði í nokkur ár, dropinn sem fyllti mælinn var ákvörðun eigendanna um að Manchester United gerðist stofnaðili að Ofurdeildinni, deild sem á endanum ekkert varð af.

Leikmenn og starfslið Manchester United komst klakklaust áleiðis á flugvöllinn og mun mæta Roma á morgun í seinni leik undanúrslitanna í Evrópudeildinni. Manchester United fer með örugga forystu inn í viðureignina en fyrri leikur liðanna endaði með 6-2 sigri Manchester United.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fonseca tekur við Tottenham

Fonseca tekur við Tottenham
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þolir ekki konur sem sækjast í frægð og frama í gegnum eiginmenn sína

Þolir ekki konur sem sækjast í frægð og frama í gegnum eiginmenn sína
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mourinho velur byrjunarlið enska landsliðsins – Kaldar kveðjur á leikmenn United

Mourinho velur byrjunarlið enska landsliðsins – Kaldar kveðjur á leikmenn United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum þjálfari Breiðabliks til starfa hjá Zlatan? – Íslendingur í herbúðum félagsins

Fyrrum þjálfari Breiðabliks til starfa hjá Zlatan? – Íslendingur í herbúðum félagsins