fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Solskjær teiknar upp plan ef De Gea fer – 35 ára fyrrum markvörður félagsins gæti snúið aftur

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 12:38

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United skoðar markvarðarstöðuna sína í sumar en auknar líkur eru á því að David de Gea fari frá félaginu.

De Gea er orðinn varamarkvörður hjá United í dag en hann er launahæsti leikmaður félagsins, hann gæti viljað fara en óvíst er hvort United geti losað hann.

Ef De Gea fer vantar markvörð til að veita Dean Henderson markverði félagsins samkeppni, Henderson hefur tekið stöðuna og virðist vera að eigna sér hana.

Ensk blöð segja frá því í dag að United skoði að fá Tom Heaton til félagsins í sumar frá Aston Villa. Heaton er varamarkvörður Villa í dag en hann lék áður með Burnley.

Heaton er 35 ára gamall en hann ólst upp hjá United og yfirgaf félagið árið 2010. Sergio Romero yfirgefu United í sumar og er Solskjær sagður skoða Heaton sem kost til að vera til taks ef Henderson meiðist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert