fbpx
Föstudagur 11.júní 2021
433Sport

Langur aðdragandi að uppsögn Rúnars: „Ekki okkar að svara meira fyrir þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 15:10

Rúnar Páll Sigmundsson. Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppsögn Rúnars Pál Sigmundssonar úr starfi sem þjálfari Stjörnunnar í morgun kom öllum í opna skjöldu, þeim sem stjórna félaginu og ekki síst leikmönnum. Leikmenn Stjörnunnar voru grunlausir um að Rúnar væri að fara að segja upp störfum, Rúnar stýrði æfingu liðsins í gær ásamt Þorvaldi Örlygssyni og eiga leikmenn Stjörnunnar að mæta á æfingu síðar í dag.

„Ég vísa bara í tilkynninguna, það er ekkert sem ég get ekki sagt meira,“ sagði Helgi Hrannarr Jónsson formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar í samtali við 433.is þegar hann var beðinn um að útskýra ástæðuna fyrir uppsögn Rúnars.

Sæmundur Friðjónsson formaður knattspyrnudeildar tekur í sama streng. „Það er best að Rúnar svari fyrir þetta, átta ár í starfi er langur tími. Það er ekkert óvænt nema tímapunkturinn. Ekkert sérstaklega góður tímapunktur, átta er langur tími. Þetta er ekki þannig að þetta sé í einhverjum leiðindum, þetta er ekki eitthvað sem gerist á síðustu vikum eða í gær eða í dag. Þetta hefur lengri aðdraganda,“ sagði Sæmundur í samtali við 433.is

Ekki hefur náðst í Rúnar Pál í dag. Samkvæmt heimildum 433.is hafa nokkur mál komið upp undanfarna mánuði sem búið hafa til núning milli stjórnar og Rúnars. Eitt af stærri málunum er málefni Sölva Guðbjargarsonar sem Breiðablik reynir nú að fá.

Breiðablik hefur hafið viðræður við Sölva sem verður samningslaus í haust, það mál varð til þess að Rúnar Páll ákvað að hætta við æfingaleik skömmu fyrir mót sem liðið átti við Breiðablik. Málið allt hefur samkvæmt heimildum lagst illa í Rúnar.

Þá átti Rúnar Páll aðeins þetta tímabil eftir af samningi sínum við Stjörnuna og eru viðræður um nýjan samning ekki sagðar hafa borið árangur.

Helgi Hranarr segir að stjórn Stjörnunnar muni ekki svara meira fyrir málið, það sé Rúnars að útskýra hlutina betur ef hann hefur áhuga á því. „Nei það er ekki okkar að svara meira fyrir þetta, Rúnar Páll verður að svara ef það er eitthvað sérstakt sem hann vill að komi fram. Það er ekkert sem við getum sagt.“

Uppsögn Rúnars kom öllum á óvart en Helgi vildi ekki segja til um hvort uppsögn Rúnars borið brátt að. „Kom þetta ekki bara á öllum á óvart svona almemnt?“

Ekki kom fram í tilkynningu Stjörnunnar hver myndi stýra liðinu en Helgi Hrannarr staðfestir að Þorvaldur Örlygsson taki nú einn við liðinu. „Hann var þjálfari ásamt Rúnari og verður áfram þjálfari, við þurfum ekkert að tilkynna neitt sérstaklega um það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stelpurnar að verða klárar í slaginn fyrir tvo mikilvæga leiki

Stelpurnar að verða klárar í slaginn fyrir tvo mikilvæga leiki
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fá bóluefni í dag en gæti haft áhrif á leiki helgarinnar

Fá bóluefni í dag en gæti haft áhrif á leiki helgarinnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Englendingar bjartsýnir eftir tíðindi af æfingu dagsins

Englendingar bjartsýnir eftir tíðindi af æfingu dagsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bílafloti hans núna metinn á 3 milljarða – Sjáðu nýjustu viðbótina

Bílafloti hans núna metinn á 3 milljarða – Sjáðu nýjustu viðbótina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrsta tilboð United í Sancho komið á borð Dortmund

Fyrsta tilboð United í Sancho komið á borð Dortmund
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rúrik sakaður um framhjáhald – „Það kemur mér ekki á óvart að hann hafi haldið fram hjá mér með henni“

Rúrik sakaður um framhjáhald – „Það kemur mér ekki á óvart að hann hafi haldið fram hjá mér með henni“
433Sport
Í gær

Vandræðalegt augnablik Boris – Gleymdi einni þjóð

Vandræðalegt augnablik Boris – Gleymdi einni þjóð
433Sport
Í gær

Tottenham að ráða nýjan stjóra

Tottenham að ráða nýjan stjóra
433Sport
Í gær

Gerrard snýr aftur á Anfield

Gerrard snýr aftur á Anfield