fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Benna Bóas blöskrar – Fannst stefna í stórslys um leið og Gummi Ben skúbbaði í öðrum miðli

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 08:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Benedikt Bóas Hinriksson fór mikinn í sjónvarpsþætti 433 sem var sýndur á Hringbraut klukkan 20:00 í gær. Benedikt sem lengi hefur starfað í fjölmiðlum er ósáttur með það hvernig Stöð2 Sport stendur sig í umfjöllun um efstu deild karla.

Efsta deild karla fór af stað um síðustu helgi og þar voru allir leikir í beinni útsendingu, Benna fannst hins vegar ýmislegt vanda uppá.

„Ég hef lengi talað fyrir því að Stöð2 Sport er ástlaust rekald, það er ekkert í gangi þarna. Þetta var vont. Mér fannst þetta stefna í stórslys um leið og Gummi Ben skúbbar því í öðrum miðli að dómarar ætli að koma í viðtöl. Það er bara stórfrétt sem starfsmaður stöðvarinnar segir hjá Dr. Football, þó Hjörvar vilji ekki kalla sig fjölmiðil þá er það stærsta hlaðvarparið. Þetta er það sem fólk hlustar á, mér fannst það fáránlegt að maðurinn skildi fara í þetta hlaðvarp og tala um dómarana,“ sagði Benedikt

Fyrsti leikur Íslandsmótsins fór fram á Hlíðarenda á föstudag og þar gat Benni fundið ýmislegt sem honum fannst ekki í lagi.

„Síðan kemur útsendingin Valur – ÍA, Camera 1 sem er víða myndavélin á vellinum. Þetta var ógeðslega langt frá og asnaleg myndataka, það var erfitt að sjá markið hans Kidda. Þú þurftir að fara nálægt sjónvarpinu. Lýsingin í lokin að hún er bara á Atla Viðari, Gummi Ben stóð bara í skugga. Þetta er allt svona, HK og KA fór of seint af stað. Ef ég væri KSÍ og ÍTF þá myndi segja ´Ef þetta eru gæðin sem þið ætlið að bjóða upp á, þá riftum við þessum nýja samningi´,“ sagði Benedikt öskuillur en Stöð2 Sport hefur tryggt sér útsendingarétt af deildinni til næstu ári.

„Þetta er búið að vera á þessari leið í langan tíma, við sáum það með El Clasico. Þeir fara alltaf í loftið fimm mínútum, ekki með neina upphitun. Það er ekkert í gangi þarna. Enski bikarinn, þeir hafa ekki margt á stöðinni.“

Í stað þess að vera með heildstæðan markaþátt mun Stöð2 Sport gera upp leikina samdægurs og voru því þrír stuttir markaþættir um helgina.

„Það er einhver ný stefna að vera ekki með markaþátt, ég fylgist með dönskum og sænskum fjölmiðlum og það eru markaþættir. Match of The Day er nokkuð gott, ef ég er heiðarlegur. Mér finnst Stöð2 Sport ekki á góðri leið, ég nenni ekki að horfa á fótboltaleiki ef þeir byrja of seint, myndatakan er léleg og fleira í þeim dúr.“

Umræðuna má sjá í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hartman í Val

Hartman í Val