fbpx
Laugardagur 15.maí 2021
433Sport

WBA færist nær Championship eftir jafntefli gegn Wolves

Helga Katrín Jónsdóttir
Mánudaginn 3. maí 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

West Brom tók á móti Wolves í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli liðanna.

WBA þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að eiga einhvern möguleika á að halda sér í deildinni. Bæði lið áttu sína spretti í fyrri hálfleik en það var Fábio Silva sem braut ísinn fyrir Wolves með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks með nokkurri heppni. Otasowie átti frábæran sprett, gaf á Vitinha sem rúllaði boltanum áfram og Silva skaut í knöttinn sem fór í Bartley sem gerði það að verkum að boltinn breytti um stefnu og flaug yfir Johnstone í markinu.

WBA sótti stíft í seinni hálfleik í leit að jöfnunarmarki. Diagne uppskar loks og jafnaði metin fyrir heimamenn á 63. mínútu með kröftugum skalla af stuttu færi. Heimamenn héldu áfram að sækja en ekki komu fleiri mörk í þennan leik og WBA færist því nær sæti í Championship á næstu leiktíð.

West Brom er í 19. sæti deildarinnar með 26 stig, heilum 10 stigum á eftir Newcastle í öruggu sæti. Wolves er í 12. sæti deildarinnar með 42 stig.

WBA 1 – 1 Wolves
0-1 Silva (´45+2)
1-1 Diagne (´63)

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vill ekki að málið fara lengra eftir að hafa verið buffaður – Sjáðu atvikið

Vill ekki að málið fara lengra eftir að hafa verið buffaður – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fær 26 milljarða til að nota í sumar

Fær 26 milljarða til að nota í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sagði upp störfum vegna framkomu við stelpurnar – Sturtur í gámum og langt á klósettið

Sagði upp störfum vegna framkomu við stelpurnar – Sturtur í gámum og langt á klósettið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Agaleysi á Akranesi og Ólafur segir: „Þetta er ekki eðlilegt“

Agaleysi á Akranesi og Ólafur segir: „Þetta er ekki eðlilegt“