fbpx
Mánudagur 14.júní 2021
433Sport

Svaraði aftur fyrir meint heimilisofbeldi – Aðalmeðferð fer fram á næsta ári

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. maí 2021 10:10

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ryan Giggs mætti í réttarsal í Manchester í dag til að svara til saka í stutta stund, ástæðan eru ákærur frá fyrrum unnustu hans um gróft heimilisofbeldi.

Yfirheyrslur fara nú fram í málinu og þarf Giggs aftur að mæta í réttarsal í júlí, aðalmeðferð málsins fer svo fram á næsti ári. Hefst hún 24 janúar en dómari málsins baðst afsökunar á því hversu lengi málið yrði í kerfinu en það væri óhjákvæmilegt.

Giggs gæti átt yfir höfði sér fimm ár í fangelsi ef hann er fundinn sekur, ensk blöð segja frá. Kate Greville og Giggs höfðu verið saman í nokkur ár og bjuggu saman í úthverfi Manchester.

Ensk blöð segja að Greville hafi komist í skilaboð í Ipad í eigu Giggs sem var tengdur við síma hans, þar gat hún skoðað skilaboð frá stelpum og er talað um að talsvert hafi verið daðrað í þeim skilaboðum. Greville þekkir konurnar, önnur starfar sem aðstoðarmanneskja knattspyrnumanna í London og hin er fyrirsæta sem býr nálægt þeim í Manchester. Hún sakaði hann um framhjáhald.

Eftir það á Giggs að hafa lagt á hana hendur en hann missti starf sitt sem þjálfari Wales vegna málsins. Giggs heldur fram sakleysi sínu í málinu.

Giggs er sigursælasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann vann ensku deildina þrettán sinnum með Manchester United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Garðbæingar ekki hættir – Danskur framherji einnig á leiðinni

Garðbæingar ekki hættir – Danskur framherji einnig á leiðinni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vitni tjáir sig um slysið í Lundúnum – ,,Náungi sem var nálægt okkur grét úr sér augun“

Vitni tjáir sig um slysið í Lundúnum – ,,Náungi sem var nálægt okkur grét úr sér augun“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óvænt skref til Englands í vændum hjá Marcelo? – Orðaður við tvö lið

Óvænt skref til Englands í vændum hjá Marcelo? – Orðaður við tvö lið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu myndina: Svaraði karlrembu fullum hálsi – ,,Hún er best á settinu fíflið þitt“

Sjáðu myndina: Svaraði karlrembu fullum hálsi – ,,Hún er best á settinu fíflið þitt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skilur ekkert hvers vegna Eriksen hneig niður – ,,Hefur enga tengingu við bóluefni“

Skilur ekkert hvers vegna Eriksen hneig niður – ,,Hefur enga tengingu við bóluefni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarlið Englands hefur verið birt: Enginn Grealish – Stillt upp í 4-3-3

Byrjunarlið Englands hefur verið birt: Enginn Grealish – Stillt upp í 4-3-3