fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
433Sport

Kraftaverk Sigga Höskulds í Efra-Breiðholti: „Hann hefur aldrei verið þekktur fyrir svona, ljúfasti drengur“

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 21. maí 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var gestur í sjónvarpsþættinum 433.is á Hringbraut í vikunni. Hann ræddi upphaf mótsins hjá nýliðunum, muninn á Lengjudeildinni og Pepsi Max-deildinni, boltann sem liðið vill spila og margt fleira. 

Fyrsti sigur Leiknis í efstu deild síðan 2015 kom í síðustu umferð er liðið lagði Fylki, 3-0. Sigurður var eðlilega sáttur með þann leik.

,,Við erum bara mjög lukkulegir með þann sigur, þurfum samt að passa að fara ekki upp í einhverjar skýjaborgir og halda að við séum bestir bestir í heimi. Það er leikur á móti Val núna á föstudaginn og við þurfum einhvern veginn að ná að gíra okkur niður aftur og ná að mæta þar með kassann úti.“ 

Sáttir með upphaf mótsins

Þjálfarinn hefur verið ánægður með sitt lið það sem af er móti.

,,Við erum ánægðir með þetta. Við áttum gott undirbúningstímabil og okkur fannst við vera að spila vel og æfa vel. Þetta er búið að vera uppgangur á okkur síðustu tvo ár síðan ég kom inn í félagið þá hefur þetta verið svona. (Ég) kom inn í félagið á góðum tíma og búið að vera uppgangur. Þetta er búið að vera tenging við síðustu tvö tímabil sem voru virkilega góð hjá okkur.“ 

Haldið í grunngildin

Leiknir spilaði oft á tíðum mjög flottan fótbolta í Lengjudeildinni í fyrra. Þeirra markmið er að halda í sömu grunngildin í Pepsi Max-deildinni, þó auðvitað með smá aðlögun að erfiðari deild. Sigurði finnst það hafa tekist nokkuð vel.

,,Það var alltaf stefnan að þessir leikmenn sem að komu okkur upp og tóku þátt í því, að þeir myndu fá sénsinn á að taka slaginn í efstu deild og við ræddum það okkar á milli að við ætluðum að reyna að halda í okkar gildi og spila okkar fótbolta, vitandi það að við myndum ekki vera jafn mikið með boltann og ná að stjórna leikjunum alveg eins mikið og við gerðum í fyrra. Ég held að við séum allavega á leiðinni þangað að ná að spila algjörlega eins og við viljum með smá hnökrum inn á milli.“

Mikilvægt að gera heimavöllinn að gryfju

Stuðningsmenn Leiknis standa þétt við bakið á liðinu. Þjálfarinn vill gera heimavöllinn að sterkara vígi á næstunni.

,,Heimavöllurinn var ekkert sérstakur fyrir okkur í fyrra. Það hefur verið stefnan hjá okkur núna að gera heimavöllinn að meiri gryfju. Stuðningsmennirnir okkar hjálpa okkur mikið í því, erum með frábæra stuðningsmenn. Stefnan er að Efra-Breiðholtið verið gryfja.“

Binni Hlö algjör lykilmaður

Brynjar Hlöðversson er mikilvægur hlekkur í liði Leiknis. Hann var einmitt fjarverandi í eina tapleik liðsins á tímabilinu til þessa. Sigurður segir hann eiga virkilega stórk hlutverk innan liðsins.

,,Binni er bara einstakur maður og hann gefur okkur alveg svakalega mikið bara með því að standa inni á vellinum. Við erum með miklar væntingar til Binna Hlö að draga svolítið vagninn og hann veit af því og er algjörlega ‘ready’ í það verkefni.“ 

Erfið leikjadagskrá en menn samt brattir

Leiknir hefur fengið fremur krefjandi leikjadagskrá í upphafi móts og næst taka við leikir gegn FH og Val. Breiðhyltingar eru þó brattir hvað framhaldið varðar.

,,Að mæta á Stjörnuvöllinn í fyrsta leik fannst mér alvöru ‘test’ og að fá Blikanna í heimsókn fannst mér líka ‘test’og að fara norður. Þetta er próf eftir próf. Svo var náttúrlega próf að mæta Fylki sem að við svona reynum að bera okkur saman við. Þetta verður bara spennandi. Vonandi höfum við náð að einhvern veginn sýna okkur þannig að liðin kannski óttist okkur aðeins meira heldur en fyrir mót.“ 

Búið að tækla atvikið á Dalvík

Mikið hefur verið rætt og ritað um tæklingu Octavio Paez, leikmanns Leiknis, í 3-0 tapi liðsins gegn KA í 3. umferð. Sigurður sagði eftir leik að hann vonaðist sjálfur til þess að leikmaðurinn fengi lengra en eins leiks bann.

,,Við ræddum þetta vel, ég og hann. Ég fór yfir að þetta væri eitthvað sem við vildum ekki standa fyrir. Þetta er ekki hegðun sem að við viljum sjá. Líka bara að skilja liðið eftir einum færri og þetta er náttúrulega bara glórulaus tækling en hann er ungur og spilandi fyrsta leik, fyrstu mínúturnar sínar, kemur inn og hann hefur náttúrulega aldrei verið þekktur fyrir svona, ljúfasti drengur. Þetta kom okkur í opna skjöldu en hann iðrast mikið og við erum búnir að taka á þessu.“ 

Sigurður Höskuldsson og Octavio Paez. Mynd: Leiknir R

Fleiri augu beinast að manni í efstu deild

Sigurður er aðeins 36 ára gamall og er á sínu þriðja tímabili í meistaraflokksþjálfun. Þá er þetta hans fyrsta tímabil sem þjálfari í efstu deild. Hann segist finna fyrir mun á því að vera þjálfari í efstu deild og þeirri næstefstu.

,,Maður reynir að pæla ekki of mikið í þessu. Það eru náttúrulega fleiri viðtöl og svoleiðis sem er bara fínt, skemmtilegt og nauðsynlegt, þannig að það sé alvöru umfjöllun. Maður reynir að fókusa á sjálfan sig, fókusa á liðið, setja alla orkuna í það að undirbúa liðið, undirbúa leikmenn, spjalla við leikmenn. Við settum okkur það markmið að vera ekki að láta fjölmiðla hafa áhrif á það hvernig við gagnrýnum sjálfa okkur. Við ætluðum ekki að hlusta á gagnrýni utan frá. Við ætluðum að gagnrýna okkur sjálfa og ætlum að standa við það. 

Það er ákveðin prófraun fyrir unga leikmenn að spila í efstu deild þar sem umfjöllun er mikil. Sigurður tekur ekki fyrir það að menn fylgist með umræðum en vill ekki að það hafi áhrif á liðið.

,,(Þetta er) eitthvað sem við ræðum bara okkar á milli. Sum umfjöllun finnst okkur vera fyndin og sum er góð. Ef maður ætlar að vera að pæla of mikið í umfjöllun þá er það alltaf verra. Sumir hafa farið þá leið að banna leikmönnum að horfa á Stúkuna eða eitthvað annað slíkt. Ég vil ekki gera það en samt einhvern veginn biðja menn um að reyna að halda þessu eins fjarri og þeir geta.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Brandon má fara
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Pepsi Max-deild karla: Dramatískt jöfnunarmark KR í uppbótartíma

Pepsi Max-deild karla: Dramatískt jöfnunarmark KR í uppbótartíma
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

EM 2020: Danir áfram eftir frábæran leik á Parken

EM 2020: Danir áfram eftir frábæran leik á Parken
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stingur félag sitt í bakið og semur við erkifjendurna

Stingur félag sitt í bakið og semur við erkifjendurna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Glódís stóð vaktina í vörninni er lið hennar sigraði

Glódís stóð vaktina í vörninni er lið hennar sigraði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Knattspyrnustjarna í mál við Pornhub eftir að myndefni hennar rataði á vefinn

Knattspyrnustjarna í mál við Pornhub eftir að myndefni hennar rataði á vefinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fjölskyldu dómara á Íslandi hótað – Áreiti og ógnandi tilburðir

Fjölskyldu dómara á Íslandi hótað – Áreiti og ógnandi tilburðir