fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Eiríkur Jónsson slær upp kjaftasögu: Eru Björgólfur Thor og Gylfi Þór að plotta þetta saman?

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 2. maí 2021 17:52

Björgólfur Thor

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Jónsson hinn nokkuð umdeildi blaða og fréttamaður skrifar frétt á heimasíðu sína í dag sem vakið hefur mikla athygli.

Þar er því slegið upp að Björgólfur Thor Guðmundsson, ríkasti maður Íslands um langt skeið teikni nú upp leynisamning við Gylfa Þór Sigurðsson, fremsta knattspyrnumann Íslands.

Í frétt sem Eiríkur birtir á vef sínum er Björgólfur Thor sagður reyna að lokka Gylfa í KR, Björgólfur er harður KR-ingur líkt og faðir hans Björgólfur Guðmundsson.

©Anton Brink 2020


„Sagt er og mikið rætt í boltaheimi að fyrir liggi uppkast að samningi á milli auðkýfingsins Björgólfs Thor og knattspyrnusnillingsins Gylfa Þórs hjá Everton um að Gylfi komi heim og leiki með KR eftir tvö ár eða svo. Gylfi hefur nýverið viðrað heimþrá sína í fjölmiðlum eftir 16 ár í útlöndum en Gylfi verður 32 ára á þessu ári,“
segir í frétt Eiríks á heimasíðu hans.

Gylfi sjálfur hefur sagt ítrekað í viðtölum að ólíklegt sé að hann leiki knattspyrnu á Íslandi, ef hann kemur heim er næsta víst að hann mun aðeins leika fyrir FH. Gylfi lék með FH og Breiðablik áður en hann hélt 16 ára gamall í atvinnumennsku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls