fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Arnar Viðarsson sagður hafa verið í viðræðum um stórt starf í Danmörku

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 08:27

Arnar Þór Viðarsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt fréttum í Danmörku var Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands á dögunum í viðræðum við OB um að taka við þjálfun liðsins.

Frá þessu segir Sport Fyn og Tipsbladet. Þar segir að Arnar hafi komið til greina sem þjálfari liðsins og viðræður hafi átt sér stað.

Að lokum var það Andreas Alm sem tók starfið að sér en hann tekur við starfinu 18 júní. Aron Elís Þrándarson og Sveinn Aron Guðjohnsen leika með OB.

Í fréttum í Danmörku segir að það hafi komið til tals að Arnar myndi stýra bæði OB og íslenska landsliðinu en Jens Gustafsson frá Svíþjóð er einnig sagður hafa verið í viðræðum um starfið.

Arnar Þór gerðist landsliðsþjálfari undir lok síðasta árs en hann ásamt Eiði Smára Guðjohnsen og Lars Lagerback velja í dag hóp sinn fyrir komandi æfingaleiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur