fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Hólmbert ræðir nýja lífið sitt á Ítalíu: „Maður er búinn að sýna smá pirring sem þeir fýla ekki alveg“

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 9. apríl 2021 08:00

Mynd/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Brescia á Ítalíu var gestur í þætti 433.is sem sýndur var á þriðjudaginn á Hringbraut.

Hólmbert gekk til liðs við ítalska liðið Brescia fyrir tímabilið og honum líður vel á Ítalíu

„Lífið er bara fínt. Mér líður ágætlega hérna og það er fínt veðrið hérna þannig að maður tekur það með sér,“ sagði Hólmbert um lífið á Ítalíu.

Hólmbert fékk þó enga óskabyrjun hjá félaginu. „Ég var meiddur fyrstu fjóra mánuðina mína hérna , það var smá vesen og svo var skipt held ég fjórum sinnum um þjálfara á meðan að ég var meiddur. Þetta er búið að vera smá bíó.“

Hann er þó allur að braggast en vantar þó mínútur inn á vellinum. „Ég er búinn að vera æfa vel og að mínu mati er ég kominn í toppstand fyrir utan leikformið, það er eitthvað sem mér vantar. Það er óheppilegt núna að hinn framherjinn ákvað að skora í einhverjum sjö-átta leikjum í röð og það er lítið hægt að segja við því.“

„Maður er búinn að sýna smá pirring sem þeir fýla ekki alveg nógu mikið hérna og maður hefur fengið að finna fyrir því smá. Ég þarf bara einhvernveginn að halda áfram.“

Getty Images

Brescia féll úr efstu deild Ítalíu á síðasta tímabili og markmiðið hjá félaginu er að komast beint upp í efstu deild á þessu tímabili. Upplifir Hólmbert að það sé markmiðið hjá félaginu?

„Algjörlega og það var markmiðið fyrir tímabilið. Það voru sóttir einhverjir átta nýjir leikmenn en svo þurftu þeir að breyta oft um þjálfara. En þjálfarinn sem við erum með núna er toppþjálfari, hann er harður og með skemmtilegar æfingar og ég fýla hvernig hann hefur komið inn í þetta fyrir utan þær fáu mínútur sem ég fæ inn á vellinum. Við erum samt að ná í úrslit og það er fínt.“

Hólmbert var partur af landsliðshópi Íslands sem spilaði þrjá útileiki í undankeppni HM á dögunum.

„Það er alltaf gaman að koma inn í landsliðshópinn og vera hluti af landsliðinu, það er mikill heiður.“

Íslenska liðið vann einn af þessum leikjum, sigurinn kom á móti Liechtenstein.

„Ég held að þetta hafi verið skyldusigur miðað við hvernig fótboltalið Liechtenstein er með, bara fínt að fá þrjú stig þar.“

Viðtalið við Hólmbert og þátt 433.is í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Hartman í Val
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans
433Sport
Í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær